Mæta breyttum þjónustukröfum og bæta þjónustu sviðsins

með því að bæta við starfi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ

6.Nóvember'18 | 12:59
jon_p

Jón Pétursson

Eins og kom fram í gær hér á Eyjar.net óskaði Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir samþykki fjölskyldu- og tómstundaráðs um að ráðið verði í stöðu æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúa hjá Vestmannaeyjabæ. Eyjar.net spurði Jón út í málið.

„Þessi stað er ný en ég hef gengt þessum verkefnum eða dreift þeim á starfsmenn sviðsins hingað til. Tilgangurinn er að mæta breyttum þjónustukröfum og bæta þjónustu sviðsins.” segir Jón.

Hann segir málefni æskulýðs- og íþróttamála vera viðmikil og mikilvægur málaflokkur innan fjölskyldu- og fræðslusviðs. Undir þennan málaflokk eru öll æskulýðs- og íþróttamál sveitarfélagsins og er kostnaður hans áætlaður um 440 milljónir á þessu ári.

Með umræddri stöðu er verið að loka hringnum

„Fjölskyldu- og fræðslusvið er stórt og viðamikið svið sem nær til umfangsmikillar þjónustu við bæjarbúa á sviði félags-, fræðslu- og æskulýðs- og íþróttamála. Undir sviðið heyra einnig húsnæðismál og rekstur Hraunbúða. Mikill kostur er að hafa sviðið sameinað en það styttir í allri ákvaraðanatöku, býður upp á samþættingu á þjónustu og auðveldar ákvarðanatöku um heilstæða þjónustu frá leikskólaaldri til öldrunarþjónustu. Vandinn sem skapast við svona stórt svið er að stundum er erfitt fyrir stjórnanda sviðsins að geta fylgt öllum þjónustuþáttum eftir og áherslum þeirra.

Til að mæta þeirri hindrun hef ég fengið samþykki fyrir stöðum starfsmanna sem bera faglega ábyrgð á þjónustuþáttum sviðsins s.s. félagsþjónustu, öldrundarþjónustu, málefna fatlaðs fólks og fræðslumála. Eftir stendur því málefni æskulýðs- og íþróttamála en með umræddri stöðu er verið að loka hringnum þannig að allir þjónustuþættir hafi starfsmann sem ber faglega ábyrgð á þeim í umboði framkvæmdastjóra sviðs. Umræddir starfsmenn heyra beint undir framkvæmdastjóra sviðsins.” segir Jón.

Ber ábyrgð á verkefnum í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sveitarfélagsins

Þá segir Jón að æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi muni bera ábyrgð á fagsviði æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála hjá sveitarfélaginu í samráði við framkvæmdastjóra sviðs. „Hann hefur eftirlit og aðstoðar með stjórnun, áætlanagerð, rekstri og samhæfingu á starfsemi æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála hjá Vestmannaeyjabæ. Hann aðstoðar forstöðumenn félagsmiðstöðvar, íþróttamiðstöðvar og frístundar (lengd viðvera eftir skóla og sumarfrístund) auk lengdar viðveru fyrir fatlaðra barna og tómstundastarf þeirra.

Starfsmaður vinnur með Ungmennaráði að málefnum ungs fólks. Hann hefur umsjón með vinnuskóla og sumarstarfi ungs fólks í sveitarfélaginu. Umsjón með leikvöllum og íþróttamannvirkjum. Hann hefur umsjón og eftirlit með samstarfs- framkvæmda- og/eða rekstrarsamningum t.d við skóla, íþróttafélög, æskulýðsfélög eða aðra þá sem starfa á vettvangi frítíma. Hann hefur umsjón með frístundastyrk sveitarfélagsins. Hann hefur umsjón með framkvæmd forvarnamála hjá sveitarfélaginu og vinnu að samhæfingu þeirra mála við alla þá aðila sem vinna að forvörnum í sveitarfélaginu.

Æskulýðs-, tómstunda- og íþróttafulltrúi er tengiliður við stofnanir og félagsamtök tengdum málefnum æskulýðs-, tómstunda- og íþróttamála. Ber ábyrgð á verkefnum í samræmi við lög, reglugerðir og samþykktir sveitarfélagsins m.a. forvarnarstefnu. Aðstoðar og gerir tillögu að áætlun í samráði við framkvæmdastjóra sviðsins. Hefur eftirlit með rekstri og starfsmannamálum innan æskulýðs- tómstunda- og íþróttamála. Öll önnur verkefni sem yfirmaður felur honum.” segir Jón Pétursson.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.