Fljúgandi viðhaldsstjóri

6.Nóvember'18 | 17:32
svn_Gudmundur_Alfredsson

Guðmund­ur Al­freðsson. Mynd/svn.is

„Ég lærði að fljúga 1984 og síðan má segja að flug­vél­in hafi oft verið minn þarf­asti þjónn,“ seg­ir Guðmund­ur Al­freðsson, viðhalds­stjóri Bergs- Hug­ins í Vest­manna­eyj­um, dótt­ur­fé­lags Síld­ar­vinnsl­unn­ar. 

Fyr­ir­tækið ger­ir út tog­ar­ana Vest­manna­ey VE og Ber­gey VE og í sam­tali við heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar seg­ir viðhalds­stjór­inn að flug­vél­in komi oft að góðu gagni þegar hann þurfi að kom­ast upp á land. 

Guðmund­ur er mik­ill áhugamaður um flug, hef­ur flugrétt­indi og á að baki um 1.600 flug­tíma. Hann á hlut í fis­vél og eins flýg­ur hann vél af gerðinni Piper Warri­or. „Ég nota flug­vél­ina tölu­vert í mínu starfi. Það tek­ur mig ein­ung­is um 5 mín­út­ur að fljúga upp á Bakka og þar hef ég bíl sem ég get síðan farið á áfram. Eins flýg ég tölu­vert á Sel­foss en það tek­ur mig um 20 mín­út­ur,“ seg­ir Guðmund­ur.

Síðastliðin fimmtu­dag kom flug­vél­in í góðar þarf­ir. Vest­manna­ey var að landa í Eyj­um og þá kom í ljós að síðuloki í skip­inu var bilaður. Eng­an slík­an loka var að fá í Eyj­um og hafði Guðmund­ur þá sam­band við fyr­ir­tækið Set á Sel­fossi og kom strax í ljós að þar var til loki. Guðmund­ur samdi við starfs­mann hjá Set um að hann yrði kom­inn með lok­ann út á Sel­foss­flug­völl eft­ir 20 mín­út­ur. Þvínæst sett­ist hann upp í flug­vél­ina og það stóð heima að flug­vél­in lenti á flug­vell­in­um um líkt leyti og starfsmaður­inn kom þangað með lok­ann. Síðan var flogið rak­leiðis til Eyja með lok­ann og hann sett­ur í skipið.  

„Það tók ein­ung­is um klukku­stund að út­vega skip­inu nýj­an loka og vegna þess að unnt var að fljúga og sækja hann tafðist það ekk­ert frá veiðum. Þetta sýn­ir vel að það get­ur borgað sig að hafa flug­vél við hönd­ina í Vest­manna­eyj­um þegar upp koma til­vik sem þetta,“ seg­ir Guðmund­ur í sam­tali við heimasíðu Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.