Fréttatilkynning aðalfundar Sjómannafélagsins Jötuns

3.Nóvember'18 | 14:11
yfir_hofn_gig

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Aðalfundur Sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum vill koma á framfæri alvarlegum athugasemdum um þann gjörning sem trúnaðarmannaráð Sjómannafélags Íslands upplýsti í vikunni.

Að svipta félagsmann áunnum réttindum vegna þeirrar einu ástæðu að gagnrýna stjórnunarhætti yfirstjórnar stéttarfélags síns er ekki brottrekstrar sök. Sjómannafélagið Jötunn fagnar áhuga, gagnrýni og þátttöku félagsmanna og er aðför að lýðræðislegri tjáningu alvarlegur misbrestur stéttarfélags sem verður að leiðrétta strax.

Vegna umræðna sem farið hafa fram fyrir opnum tjöldum um ástæður frestunar á sameiningaviðræðum sjómannafélaga þá vill stjórn Sjómannfélagsins Jötuns koma á framfæri að ásakanir einar og sér eru ekki nægjanleg ástæða fyrir frestun viðræðna heldur komi fleiri ástæður þar til. Deila innan Sjómannafélags Íslands eru okkur óviðkomandi og er eingöngu milli aðila í Sjómannafélagi Íslands.

                                         

Samþykkt á aðalfundi 01.11.2018

Sjómannfélagið Jötunn

                                                 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.