Bæjarráð Vestmannaeyja:

Mikilvægt að sem breiðust samstaða ríki um yfirtöku á rekstri Herjólfs

2.Nóvember'18 | 10:08
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Herjólfur ohf. mun reka nýja Vestmannaeyjaferju næstu tvö árin. Mynd/Crist S.A

Á fundi bæjarráðs í gær var einu sinni sem oftar umræða um samgöngumál milli lands og Eyja. Þar var eftirfarandi bókað:

Samgöngumál eru eitt stærsta hagsmunamál Vestmannaeyinga. Með yfirtöku á rekstri Herjólfs, næstu tvö árin, er forræðið yfir helstu samgönguæð Vestmannaeyja við fastalandið í höndum íbúanna sjálfra. Bæjarráð harmar þá neikvæðu umræðu sem hefur að undanförnu komið fram í samfélaginu um Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Ekki er að vænta annars en að jákvæð samfélagsleg áhrif þessa verkefnis verði gríðarleg fyrir fyrirtæki í Eyjum, ferðaþjónustuna sem og íbúa alla. Sömuleiðis er mikilvægt að sem breiðust samstaða ríki um verkefnið meðal bæjarbúa. 

Bæjarráð Vestmannaeyja fagnar þeirri tillögu um siglingaáætlun sem stjórn Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf. hefur sett fram og taka á gildi 30. mars nk. Áætlunin er mikið framfaraspor fyrir Vestmannaeyjar og þýðir í raun að þjóðvegurinn milli lands og Eyja verður opinn frá kl. 7 á morgnanna fram undir miðnætti alla daga, en aldrei áður hefur komið fram siglingaáætlun á leiðinni milli lands og Eyja sem býður upp á slíka þjónustu. 

Ofangreind bókun var samþykkt af öllum fulltrúum bæjarráðs. 

Fulltrúi minnihluta lýsir yfir stuðningi við stjórn Herjólfs ohf.

Þessu til viðbótar lagði Trausti Hjaltason, fulltrúi D-lista í bæjarráði fram eftirfarandi bókun: 

Hvatt er til eindreginnar samstöðu Eyjamanna um það mikilvæga verkefni sem að yfirtaka á rekstri Herjólfs er og lýsir yfir fullum stuðningi við verkefnið. Þá er lýst yfir stuðningi við stjórn Herjólfs ohf. og þau mikilvægu störf sem að hún vinnur að við eflingu samgangna milli lands og Eyja. 

Lögð fram drög að eigendastefnu Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs ohf.

Þá var á fundinum lögð fram drög að eigendastefnu fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf ohf. Unnið verður að því að ljúka við gerð eigendastefnunnar milli funda og hún lögð fyrir næsta reglulega bæjarráðsfund til samþykktar.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%