Frá miðjum nóvember fram í miðjan mars má reikna með töluverðum frátöfum

Ákveðið var í smíðaferlinu að víkja frá upphaflegum forsendum til að gera ferjuna að betra sjóskipi vegna siglinga til Þorlákshafnar

2.Nóvember'18 | 13:21

Landeyjahöfn.

Í gær birti Eyjar.net fyrsta hlutann af svörum Vegagerðarinnnar, þar sem spurt var um nýju ferjuna sem kemur til lands á næsta ári. Í dag birtum við svör við spurningum er snúa að Landeyjahöfn, framkvæmdum þar og hvort framkvæmdirnar og ný ferja skili okkur ekki fleiri siglingadögum í Landeyjahöfn.

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á föstum dælubúnaði sem veitt hefur verið í 730 m.kr. á næsta ári til að koma upp í höfninni?

Það hafa farið fram stöðugar rannsóknir á Landeyjahöfn frá því hún var opnuð. Má nefna vatnslíkantilraunir, dýptarmælingar, sandburðarútreikningar, líkansmíði, rannsóknir á mögulegum dýpkunarbúnaði, öldufarsrannsóknir, samanburðarannsóknir upp úr gögnum o.s.frv. Niðurstaða þeirra og reynsla á dýpkun með dýpkunarskipum hefur skilað því að talið er best að dýpka frá landi og skapa aðstöðu á görðunum til dýpkunar yfir háveturinn.  

Hvaða rannsóknir hafa farið fram á gagnsemi þrengri innsiglingar og krana sem eiga að moka upp sandi úr innsiglingunni?

Sjá svarið að ofan. Einnig var fengið álit erlendra sérfræðinga á framkvæmdinni. 

Hvert á að koma sandinum fyrir sem moka á upp? 

Til að byrja með er stefnt að því að losa sandinn upp á land við garðsenda. Seinna er ætlunin að losa sandinn lengra frá höfninni.  

Hver er áætlaður rekstrarkostnaður við krana og dælubúnaðinn á ársgrundvelli?

Kostnaður er metinn á bilinu 40-80 m.kr. og verður afar breytilegur milli ára. Kostnaðurinn er háður öldufari, veðurfari og einnig hvernig nýja ferjan reynist og hversu mikið þarf að dýpka fyrir hana. Miðað er við að árlegur kostnaður verði að jafnaði 64 m.kr. 

Hvað þarf að ráða marga starfsmenn til að sinna viðhaldi og rekstri tækjanna og er búið að áætla hvað margir siglingadagar bætist við í Landeyjarhöfn á ári vegna þessara tækja og aðgerða?

Það er ekki ætlunin að ráða viðbótar starfsmenn heldur að fá verktaka til aðstoðar þegar þurfa þykir. Gert er ráð fyrir því að frá miðjum mars fram í miðjan nóvember verði siglt nánast hvern einasta dag til Landeyjahafnar. Auðvitað munu koma dagar þegar að ölduhæðin verður of há en vonast er til  að ferjan geti siglt í allt að 3,5 m ölduhæð. Við hönnun ferjunnar þá átti að miða við að hún þyrfti 5 m vatnsdýpi til að sigla í 3,5 m ölduhæð en ákveðið var í smíðaferlinu að víkja frá því til að gera ferjuna að betra sjóskipi vegna siglinga til Þorlákshafnar.

Þetta þýðir að yfir háveturinn frá miðjum nóvember fram í miðjan mars má reikna með töluvert fleiri frátöfum en ella því það er ekki unnt að halda dýpi meiru en 5 m á þeim tíma. Miðað er við að yfir þessa mánuði muni verða nokkuð oft siglt til Þorlákshafnar. Í heild þá er gert ráð fyrir að siglt verði til Landeyjahafnar í um 84% af tímanum en að það verði breytilegt milli ára.    

 

Um helgina birtum við svör Vegagerðarinnar um fyrirhugaða dýpkun í Landeyjahöfn.

Þessu tengt: Komi ný ferja fyrr til landsins verða skoðaðir möguleikar á að koma henni fyrr í rekstur

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).