Safnahelgin framundan - kynntu þér dagskrána

1.Nóvember'18 | 06:52
eyjar_kvold_gig

Margt er um að vera á Safnahelgi í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Í dag klukkan 17.00 hefst dagskrá Safnahelgarinnar formlega. Þá opnar Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) ljósmyndasýningu í Eldheimum. Dagkráin heldur svo áfram á morgun og lýkur á sunnudaginn.

Dagskrá Safnahelgarinnar lítur svona út:

Fimmtudagurinn 1. nóvember

ELDHEIMAR

Kl: 17:00 Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) opnar ljósmyndasýningu.

 

Föstudagurinn 2. nóvember

SÆHEIMAR

Kl: 15:00 Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.  Ljósmyndir af bjargvættunum sem komu með pysjur til okkar á árinu.

 

EINARSSTOFA

Kl. 18:00 opnar Ellý Ármanns sýninguna Lof um kvenlíkamann. Hlynur Sölvi Jakobsson flytur lög af plötum sínum við opnunina.

 

ELDHEIMAR

Kl: 20:30 les Kristinn R. Ólafsson úr þýðingu sinni á verkinu Soralegi Havanaþríleikurinn eftir Petro Juan Gutierrez. Hljómsveitin Cubalibre slær nokkra kúbanska tóna.

 

 

Laugardagurinn 3. nóvember

SAFNAHÚS

 Kl. 11:00 kynnir og les Ásta Finnbogadóttir úr nýrri barnabók sinni Hvalurinn við Stórhöfða.  Teikningar Sigurfinns Sigurfinnssonar úr bókinni prýða barnadeildina okkar um Safnahelgina.

 

SAFNAHÚS

 Kl. 13:00 koma í heimsókn rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Bjarni Harðarson og Halldóra Thoroddsen sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.

 

 

Sunnudaginn 4. nóvember

SAGNHEIMAR

Kl. 12:00-13:00 Saga og súpa.

Halldór Svavarsson kynnir og les úr nýútkominni bók sinni Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Að því tilefni verða einnig sýndar myndir úr eigu eins leiðangursfara, Þorvaldar Guðjónssonar frá Sandfelli sem varðveittar eru í Héraðskjalasafni Vestmannaeyja.

 

Aukinn opnunartími safna og sýninga um Safnahelgi:

 

ELDHEIMAR kl. 13-17: Sýning Didda fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.

SAFNAHÚS kl. 13-17: Sýning Ellýjar Ármanns laugard. og sunnud.

SÆHEIMAR kl. 15-18: Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins föstud. og kl. 13-16 laugard. og sunnud.

SAGNHEIMAR kl. 13-16: Sýning úr Gottuleiðangrinum laugard. og sunnud.

BÓKASAFNIÐ kl. 13-17: Opið laugard.

Minnt er á hin frábæru veitingahús bæjarins til að gera góða helgi enn betri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Bók Bjarna í Bónus

2.Desember'19

Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-