Safnahelgin framundan - kynntu þér dagskrána

1.Nóvember'18 | 06:52
eyjar_kvold_gig

Margt er um að vera á Safnahelgi í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Í dag klukkan 17.00 hefst dagskrá Safnahelgarinnar formlega. Þá opnar Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) ljósmyndasýningu í Eldheimum. Dagkráin heldur svo áfram á morgun og lýkur á sunnudaginn.

Dagskrá Safnahelgarinnar lítur svona út:

Fimmtudagurinn 1. nóvember

ELDHEIMAR

Kl: 17:00 Sigurður A. Sigurbjörnsson (Diddi) opnar ljósmyndasýningu.

 

Föstudagurinn 2. nóvember

SÆHEIMAR

Kl: 15:00 Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins.  Ljósmyndir af bjargvættunum sem komu með pysjur til okkar á árinu.

 

EINARSSTOFA

Kl. 18:00 opnar Ellý Ármanns sýninguna Lof um kvenlíkamann. Hlynur Sölvi Jakobsson flytur lög af plötum sínum við opnunina.

 

ELDHEIMAR

Kl: 20:30 les Kristinn R. Ólafsson úr þýðingu sinni á verkinu Soralegi Havanaþríleikurinn eftir Petro Juan Gutierrez. Hljómsveitin Cubalibre slær nokkra kúbanska tóna.

 

 

Laugardagurinn 3. nóvember

SAFNAHÚS

 Kl. 11:00 kynnir og les Ásta Finnbogadóttir úr nýrri barnabók sinni Hvalurinn við Stórhöfða.  Teikningar Sigurfinns Sigurfinnssonar úr bókinni prýða barnadeildina okkar um Safnahelgina.

 

SAFNAHÚS

 Kl. 13:00 koma í heimsókn rithöfundarnir Hallgrímur Helgason, Bjarni Harðarson og Halldóra Thoroddsen sem kynna og lesa úr nýjum bókum sínum.

 

 

Sunnudaginn 4. nóvember

SAGNHEIMAR

Kl. 12:00-13:00 Saga og súpa.

Halldór Svavarsson kynnir og les úr nýútkominni bók sinni Grænlandsför Gottu í Pálsstofu. Að því tilefni verða einnig sýndar myndir úr eigu eins leiðangursfara, Þorvaldar Guðjónssonar frá Sandfelli sem varðveittar eru í Héraðskjalasafni Vestmannaeyja.

 

Aukinn opnunartími safna og sýninga um Safnahelgi:

 

ELDHEIMAR kl. 13-17: Sýning Didda fimmtud., föstud., laugard. og sunnud.

SAFNAHÚS kl. 13-17: Sýning Ellýjar Ármanns laugard. og sunnud.

SÆHEIMAR kl. 15-18: Uppskeruhátíð pysjueftirlitsins föstud. og kl. 13-16 laugard. og sunnud.

SAGNHEIMAR kl. 13-16: Sýning úr Gottuleiðangrinum laugard. og sunnud.

BÓKASAFNIÐ kl. 13-17: Opið laugard.

Minnt er á hin frábæru veitingahús bæjarins til að gera góða helgi enn betri.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).