Komi ný ferja fyrr til landsins verða skoðaðir möguleikar á að koma henni fyrr í rekstur

1.Nóvember'18 | 15:02
herj_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju. Mynd/Crist S.A

Eyjar.net sendi á dögunum spurningar á nýráðinn forstjóra Vegagerðarinnar, Bergþóru Þorkelsdóttur. Spurningarnar snúa að nýrri ferju sem væntanleg er hingað til lands öðru hvoru megin við áramót. Þá var spurt út í Landeyjahöfn og þær framkvæmdir sem standa fyrir dyrum þar.  

Í dag birtum við svör Vegagerðarinnar um nýjan Herjólf. 

Er búið sé að færa einhver verkefni sem upphaflega voru hjá Herjólfi ohf. yfir til Vegagerðarinnar?

Þetta er samvinnuverkefni milli Herjólfs ohf. og Vegagagerðarinnar og hefur það samstarf gengið ágætlega fram á þessu. Vegagerðin hefur tekið að sér uppsetningu á viðhaldsstjórnunarkerfi á meðan Herjólfur mun sjá um pappíra fyrir ferjuna.

Hvers vegna er ferjan ekki tekin í notkun fljótlega eftir að hún er hingað komin. Hvað kemur í veg fyrir það?

Það er ekki ljóst hvenær ferjan nákvæmlega kemur og því þurfti gagnvart Eimskip, starfsfólki Herjólfs og Herjólfi ohf. að festa niður dagsetningu þar sem yfirgnæfandi líkur væru á að nýja ferjan væri kominn til landsins.

Ef hún kemur mun fyrr þá verða skoðaðir möguleikar á að koma henni fyrr í rekstur.  Það ræðst þá af þessum aðilum sem að fram greinir og Vegagerðinni hvernig til tekst með það.  

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.