Yfirlýsing frá Félagi kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum

Fögnum framtíðinni

1.Nóvember'18 | 06:13
vestmannaeyjar_ur_fjarlaegd

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/TMS

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum tekur undir með Ferðamálasömtökunum í Vestmannaeyjum og fagnar því að Vestmannaeyjabær hafi tekið við rekstri Herjólfs og stuðlar þannig að fleiri ferðum og ódýrari fargjöldum. 

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum ræddi á síðasta fundi mikilvægi greiðra samgangna fyrir verslun og þjónustu í Vestmannaeyjum. Eins og flestum er ljóst hafa verslanir í Vestmannaeyjum ekki farið varhluta af vexti ferðaþjónustunnar og má með sanni segja að margar verslanir séu í dag orðin ferðaþjónustufyrirtæki.

Félagið horfir björtum augum á komu nýrrar ferju og skorar á bæjaryfirvöld að beita sér fast fyrir því að ferjan fari sem allra fyrst í almenna þjónustu en ekki verði dregið fram á vor að taka hana í notkun eins og vangaveltur hafa verið um. Hver mánuður skiptir fyrirtæki og íbúa máli. Að minnsta kosti á meðan skipstjórnendur venjast nýju skipi er eðlilegt að tryggt verði að gamli Herjólfur þjónusti samhliða í siglingum til Þorlákshafnar.

Auk þess tekur félagið undir með vinum okkar úr ferðamálasamtökunum um að það séu bjartir tímar framundan og fjöldinn allur af tækifærum og ekki síst að okkur beri gæfa til að vinna saman með jákvæðni að þeirri uppbyggingu sem hafin er.


 

Félag kaupsýslumanna í Vestmannaeyjum

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).