Beðið eftir gjaldskrá og siglingaáætlun

Leggja til 14% hækkun á fargjaldi með nýjum Herjólfi

1.Nóvember'18 | 09:05
nyr_her_crist

Gert er ráð fyrir að nýja ferjan hefji áætlun á milli lands og Eyja um mánaðarmótin mars/apríl 2019.

Ný gjaldskrá fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf og siglingaáætlun sem taka eiga gildi 30. mars 2019 bíða samþykkis Vegagerðarinnar. „Þetta er enn óskoðað af okkar hálfu,” sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 

Stjórn Herjólfs ohf. leggur m.a. til hækkun á almennu fargjaldi fullorðinna í 1.600 krónur. G. Pétur sagði að stjórn Herjólfs ohf. þyrfti væntanlega að færa rök fyrir þörfinni á fargjaldshækkuninni. Fulltrúar Vegagerðarinnar og Herjólfs ohf. ætla að funda í dag. Farþegar geta keypt afsláttar- og inneignarkort sem veitir 40% afslátt af fargjaldi og gjaldi fyrir bíla. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Vilja hafa borð fyrir báru

Samningur milli Vestmannaeyjabæjar og Vegagerðarinnar um rekstur nýja Herjólfs var ræddur í bæjarstjórn Vestmannaeyja í apríl í vor og var hann einnig kynntur á íbúafundi. Þá var rætt um að gjaldskráin yrði nánast óbreytt.

Rætt var um að hækka fargjaldið úr 1.380 krónum í 1.400 krónur en nú er lagt til að fargjaldið verði 14% hærra. „Þótt ákveðið hafi verið á sínum tíma að hafa fargjaldið í kringum 1.400 krónur er almennt óvissa um þróun í rekstrarumhverfinu. Ferjan er ekki komin og reksturinn ekki að fullu formaður. Menn reyna að hafa borð fyrir báru. Þess vegna var gerð tillaga um að teygja sig upp í 1.600 krónur. Þetta er háð samþykki Vegagerðarinnar,” sagði Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Hann sagði að ef breyta þyrfti gjaldskrá Herjólfs væri betra að geta lækkað verðið en að þurfa að knýja á um hækkun.

Guðbjartur sagði orðið brýnt að Vegagerðin staðfesti siglingaáætlun og gjaldskrá nýs Herjólfs sem allra fyrst. „Ferðaskipuleggjendur og aðrir þurfa að hafa siglingaáætlunina og gjaldskrána á hreinu þegar þeir eru að selja ferðir. Öll ferðaþjónustufyrirtæki eru að skipuleggja sína markaðssetningu. Ég ætla að vona að menn ákveði fljótt hvað á að sigla mikið og hvernig á að verðleggja ferðirnar,” sagði Guðbjartur. Hann sagði að ekki yrði opnað fyrir bókanir með nýjum Herjólfi fyrr en samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá lægi fyrir, segir enn fremur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Tags

Herjólfur

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Hlaðvarpsþættirnir eru aðgengilegir hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á [email protected] og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).