Kristján G. Eggertsson skrifar:

OHF – hver er tilgangurinn?

31.Október'18 | 10:51
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju.

Þessi spurning vaknar því ég er áhugamaður um sjósamgöngur við Vestmannaeyjar. Það hefur verið barátta Eyjamanna við ríkisvaldið hverjir sem verið hafa við stjónvölinn að fá nægjanlegt fjámagn til að þessi mál séu í þokkalegu ástandi en ekki náðst sá árangur sem ásættanlegur er.

Undirritaður sat í stjórn Herjólfs h/f fyrir margt löngu síðan og var þá fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Á þeim tíma börðust alþingismenn Sjálfstæðisflokks fyrir því að Herjólfur h/f (hlutafélag í eigu Vestmannaeyinga) hætti og ríkið tæki yfir reksturinn.

Nú eru þessir sömu aðilar ásamt hluta bæjarfulltrúa að berjast fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að rekstrinum. Hvað hefur breyst?

Mín skoðun hefur verið og er óbreytt. Vestmannaeyjabær á aðeins að vera þrýstiafl á stjórnvöld og rekstraraðila á hverjum tíma og berjast fyrir betri samgöngum.

Eftir því sem ég best veit hefur yfirtaka Vestmannaeyjabæjar á verkefnum frá ríki ekki staðist fjárhagslegar væntingar.

Nú nýverið birtist verðskrá frá OHF sem taka á gildi þegar nýtt skip mun hefja siglingar ,en takið eftir OHF hefur ekki neitt í höndum, en í tilkynningu frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. segir: „Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar“.

Vafalaust er margt sem laga má í rekstri Herjólfs og sjósamgöngum, ekki efa ég það. Ef það hefur verið markmið með OHF að sá leiðindum í samfélagið þá virðist það hafa tekist bærilega.

 

Horfum til framtíðar 

Kristján G. Eggertsson

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.