Kristján G. Eggertsson skrifar:

OHF – hver er tilgangurinn?

31.Október'18 | 10:51
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju.

Þessi spurning vaknar því ég er áhugamaður um sjósamgöngur við Vestmannaeyjar. Það hefur verið barátta Eyjamanna við ríkisvaldið hverjir sem verið hafa við stjónvölinn að fá nægjanlegt fjámagn til að þessi mál séu í þokkalegu ástandi en ekki náðst sá árangur sem ásættanlegur er.

Undirritaður sat í stjórn Herjólfs h/f fyrir margt löngu síðan og var þá fulltrúi fjármálaráðuneytisins. Á þeim tíma börðust alþingismenn Sjálfstæðisflokks fyrir því að Herjólfur h/f (hlutafélag í eigu Vestmannaeyinga) hætti og ríkið tæki yfir reksturinn.

Nú eru þessir sömu aðilar ásamt hluta bæjarfulltrúa að berjast fyrir aðkomu Vestmannaeyjabæjar að rekstrinum. Hvað hefur breyst?

Mín skoðun hefur verið og er óbreytt. Vestmannaeyjabær á aðeins að vera þrýstiafl á stjórnvöld og rekstraraðila á hverjum tíma og berjast fyrir betri samgöngum.

Eftir því sem ég best veit hefur yfirtaka Vestmannaeyjabæjar á verkefnum frá ríki ekki staðist fjárhagslegar væntingar.

Nú nýverið birtist verðskrá frá OHF sem taka á gildi þegar nýtt skip mun hefja siglingar ,en takið eftir OHF hefur ekki neitt í höndum, en í tilkynningu frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf. segir: „Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar“.

Vafalaust er margt sem laga má í rekstri Herjólfs og sjósamgöngum, ekki efa ég það. Ef það hefur verið markmið með OHF að sá leiðindum í samfélagið þá virðist það hafa tekist bærilega.

 

Horfum til framtíðar 

Kristján G. Eggertsson

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).