Ánægja með meirihlutasamstarfið

31.Október'18 | 15:46
iris_og_njall

Oddvitar meirihlutaflokkana, Íris Róbertsdóttir og Njáll Ragnarsson.

Ein af spurningunum sem spurt var um í skoðanakönnun MMR sem unnin var fyrir Eyjar.net var: Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ert þú með störf bæjarstjórnarmeirihluta H-lista og Eyjalista það sem af er kjörtímabilinu?

Niðurstaðan er sú að óánægðir eða mjög óánægðir voru 19,3%, hvorki né voru 38.6% og frekar ánægðir eða mjög ánægðir voru 42.2%.

Niðurstöðurnar eru sem hér segir (smelltu á mynd til að opna hana stærri).

 

 

Af þessu má ráða að meirihlutinn virðist standa vel að vígi og rúmlega þeir sem myndu kjósa E og H listann ef gengið væri til kosninga nú, eru frekar eða mjög ánægð með störf meirihlutans. Þá er áhugavert að sjá að hluti kjósenda D listans eru ekki óánægðir með meirihlutann. Ekki verður séð að ánægja eða óánægja með meirihlutann sé áberandi meiri meðal yngri en eldri kjósenda.

Hér má sjá skoðanakönnunina í heild sinni.

 

Um könnunina:

Úrtak: 650 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 22. október til 25. október 2018. Fjöldi svarenda: 355 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

Hér má sjá fleiri niðurstöður sem kynntar hafa verið:

Hversu bjartsýnir eru Eyjamenn á að ný ferja muni þjónusta þá og gesti þeirra vel?

Ánægja með að Vestmannaeyjabær sé að taka við rekstri Herjólfs

Fleiri óánægðir en ánægðir með störf Herjólfs ohf.

Meirihlutinn bætir við sig fylgi

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).