Stefnir í gott kótilettukvöld

30.Október'18 | 12:51
kotilettukv_fb_ps

Frá Kótilettukvöldi Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja.

Á fimmtudaginn næstkomandi verður hið sívinsæla og langþráða kótilettukvöld Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja. Fjölmargir hafa þegar tilkynnt um komu sína, en þó eru örfá sæti laus. Venjan er að styrkja góðgerðarsamtök og í ár verður Krabbavörn í Vestmannaeyjum styrkt. 

Hátíðin er líkt og venjulega á Höllinni og er sama verð og hefur verið sl. ár, kr.4.500,- 

Ef þú vilt vera með þá leggur þú inn á reikning nr. 0185-05-001957, kt.140157-5979 og nafnið þitt er komið á matarlistann okkar og mætir síðan á kótilettukvöldið og borðar þig vel saddann af kótilettum með alles.

Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja er klúbbur þeirra sem vilja og þykir gott að borða lambakótilettur upp á gamla mátann þ.e. í raspi, með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu. Markmið klúbbsins er sá að meðlimir hans komi saman einu sinni á ári og þá að hausti (eftir slátrun) og úði í sig vel börðum kótilettum í rspi með öllu tilheyrandi, skemmti sér saman og fari glaðir og ánægðir heim að því loknu og vel saddir.

Bestu matreiðslumenn eyjanna munu sjá um eldamennskuna á þessari einu árssamkomu klúbbsins og eru þeir búnir að lofa því að þeir leggji allt sitt í það að hún verði sú besta í það skiptið.

Facebook-síða Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.