Stefnir í gott kótilettukvöld

30.Október'18 | 12:51
kotilettukv_fb_ps

Frá Kótilettukvöldi Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja.

Á fimmtudaginn næstkomandi verður hið sívinsæla og langþráða kótilettukvöld Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja. Fjölmargir hafa þegar tilkynnt um komu sína, en þó eru örfá sæti laus. Venjan er að styrkja góðgerðarsamtök og í ár verður Krabbavörn í Vestmannaeyjum styrkt. 

Hátíðin er líkt og venjulega á Höllinni og er sama verð og hefur verið sl. ár, kr.4.500,- 

Ef þú vilt vera með þá leggur þú inn á reikning nr. 0185-05-001957, kt.140157-5979 og nafnið þitt er komið á matarlistann okkar og mætir síðan á kótilettukvöldið og borðar þig vel saddann af kótilettum með alles.

Kótilettuklúbbur Vestmannaeyja er klúbbur þeirra sem vilja og þykir gott að borða lambakótilettur upp á gamla mátann þ.e. í raspi, með grænum baunum, rauðkáli, kartöflum og rabbabarasultu. Markmið klúbbsins er sá að meðlimir hans komi saman einu sinni á ári og þá að hausti (eftir slátrun) og úði í sig vel börðum kótilettum í rspi með öllu tilheyrandi, skemmti sér saman og fari glaðir og ánægðir heim að því loknu og vel saddir.

Bestu matreiðslumenn eyjanna munu sjá um eldamennskuna á þessari einu árssamkomu klúbbsins og eru þeir búnir að lofa því að þeir leggji allt sitt í það að hún verði sú besta í það skiptið.

Facebook-síða Kótilettuklúbbs Vestmannaeyja

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.