Meirihlutinn bætir við sig fylgi

30.Október'18 | 14:55
vestm_b_gig

Vestmannaeyjabær. Ljósmynd/Gunnar Ingi

Mikil spenna var þegar talið var upp úr kjörkössunum í Eyjum í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þegar upp var staðið vantaði Sjálfstæðisflokkinn aðeins sex atkvæði til að halda meirihluta sínum. Eyjar.net birtir nú niðurstöður úr nýrri skoðanakönnun þar sem spurt er um stuðning við flokka bæjarins.

D-listi Sjálfstæðisflokks fengi 31.1%.  H-listi Fyrir Heimaey fengi 26.3% og E-listi Eyjalistans fengi 11,8%. Óákveðnir eru talsvert margir eða 23.7%.  Þeir sem vildu kjósa annað eða alls ekki eru samtals um 7%.

Ef aðeins er borið saman fylgi þeirra sem tóku afstöðu þá væri fylgi D lista Sjálfstæðisflokks 44.9% (var í kosningunum 45.4%)  H listi Fyrir Heimaey væri með 38% (var í kosningunum með 34.2%) og E listi með 17.1% (var í kosningunum 20.3%).

Af þessu má ráða að aukið fylgi H listans virðist koma að mestu leyti frá E lista, en í heild bætir meirihlutinn aðeins við sig þ.e. úr 54.5% í 55.1%. Niðurstöðurnar eru sem hér segir (smelltu á mynd til að opna hana stærri).

Yngra fólkið kýs frekar Fyrir Heimaey en þeir sem eldri eru kjósa frekar Sjálfstæðisflokk

Ef niðurstöðurnar eru rýndar með tilliti til kyns og aldurs sést að karlmenn kjósa frekar Sjálfstæðisflokk á meðan kynjahlutföllin eru nokkuð jöfn hjá hinum flokkunum.

Ef hins vegar aldurskipting kjósenda er skoðuð kemur í ljós að H-listinn sækir fylgi sitt helst í yngri- og miðaldra kjósendur. E-listinn sækir fylgi sitt nokkuð jafnt í öllum aldurshópum en elsti aldúrshópurinn kýs helst D-listann. 

Eyjar.net heldur áfram að birta niðurstöður skoðanakönnunarinnar næstu daga.

 

Um könnunina:

Úrtak: 650 Íslendingar 18 ára og eldri með skráð lögheimili í Vestmannaeyjum.

Dagsetning gagnaöflunar: 22. október til 25. október 2018. Fjöldi svarenda: 355 einstaklingar. Svör voru vigtuð út frá upplýsingum um aldurs- og kynjadreifingu í þýði. Aðferð: Símakönnun. Framkvæmdaraðili: MMR.

 

Hér má sjá fleiri niðurstöður sem kynntar hafa verið:

Hversu bjartsýnir eru Eyjamenn á að ný ferja muni þjónusta þá og gesti þeirra vel?

Ánægja með að Vestmannaeyjabær sé að taka við rekstri Herjólfs

Fleiri óánægðir en ánægðir með störf Herjólfs ohf.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.