Halldór segir af sér sem varamaður í stjórn Herjólfs ohf.

30.Október'18 | 08:04
halldor_bjarna_litil

Halldór Bjarnason hefur sagt sig frá störfum fyrir Herjólf ohf.

Enn eru væringar innan stjórnar Herjólfs ohf. Dóra Björk Gunnarsdóttir óskaði lausnar frá störfum fyrir nokkru síðan. Stjórn Herjólfs ohf. tók málið fyrir á fundi sínum fyrir helgi og var framkvæmdastjóra falið að tilkynna hlutafélagaskrá um afsögn Dóru Bjarkar.

Í fundargerð stjórnar segir að í samræmi við ákvæði í hlutafélagalögum um kynjahlutföll í stjórnum opinberra hlutafélaga hafi stjórnarformaður boðað Birnu Þórsdóttur kjörinn varamann í stjórn félagsins á fund stjórnarinnar á föstudaginn sl.

Sjálfstæðisflokkurinn með þrjá fulltrúa í stjórn

Rétt er að taka fram að Birna er fulltrúi D-lista í varstjórn félagsins en Dóra Björk var skipuð af H-lista í stjórn Herjólfs ohf. Hinn aðilinn í varastjórn er Halldór Bjarnason, skipaður af H-lista. Staðan í stjórn Herjólfs ohf. er þá orðin sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur þrjá fulltrúa, og meirihlutaflokkarnir sinn fulltrúann hvor.

Sjá einnig: Úrsögn stjórnarmanns ekki staðfest af bæjarstjóra

Eyjar.net hafði áður bent á að umrætt lagaákvæði á við ef að starfsmannafjöldi hlutafélaga fer yfir 50 talsins. Því fer fjarri að starfsmannafjöldinn í dag sé nálægt því að ná þessum fjölda og því hefði lagalega séð ekkert verið því til fyrirstöðu að kalla til varamann frá sama lista og sá er baðst lausnar.

Enginn varamaður eftir í félaginu

Halldór Bjarnason staðfestir við Eyjar.net að hann hafi nú þegar tilkynnt formanni stjórnar Herjólfs ohf. að hann biðjist lausnar sem varamaður í félaginu. Halldór segir að hann hafi engan áhuga á að starfa með þessu fólki, og tekur enn fremur undir með Dóru Björk sem fór yfir í löngu bréfi til félagsins hvaða vankanta hún teldi á starfsháttum stjórnar.

Það er því ljóst að ef einhver stjórnarmaður forfallast reynist ekki unnt að kalla inn varamann - þar sem enginn varamaður er eftir hjá félaginu.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.