Hversu bjartsýnir eru Eyjamenn á að ný ferja muni þjónusta þá og gesti þeirra vel?

27.Október'18 | 09:24
konnun_18_ferja_skifa_jpe

Ný ferja er nú í smíðum í Póllandi. Mynd/samsett

Fjórða árið í röð spyr Eyjar.net bæjarbúa um viðhorf þeirra til samgangna og bæjarmála. Að venju framkvæmir MMR könnunina fyrir ET miðla og Eyjar.net. Í dag birtast fyrstu niðurstöður og næstu daga munu frekari niðurstöður birtast.

Í byrjun næsta árs er búist við að ný Vestmannaeyjaferja komi til landsins. Ein af spurningunum fimm sem spurt var um var ,,Hversu bjartsýn(n) eða svartsýn(n) ert þú á að ný ferja muni þjónusta Vestmannaeyinga og gesti vel?”

Einn af hverjum þremur er bjartsýnn á að ný ferja muni þjónusta Vestmannaeyinga og gesti vel

Ef skoðaðar eru niðurstöðurnar má sjá að yfir helmingur bæjarbúa er svartsýnn á að nýja ferjan muni þjónusta vel, en rúm 30% eru bjartsýnir á að ferjan standi undir væntingum. Niðurstöðurnar eru sem hér segir (smelltu á mynd til að opna hana stærri).

Karlar eru svartsýnni en konur og yngsti aldurshópurinn (18-29 ára) er svartsýnastur á að ferjan þjónusti vel. Þá eru þeir sem myndu kjósa H-listann svartsýnastir á meðan kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru bjartsýnastir.

Um könnunina:

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.