Braut gegn leigu­bíl­stjóra á Þjóðhátíð

27.Október'18 | 10:59
dalurinn_sunnudag_07

Frá Þjóðhátíð. Mynd/úr safni

Karl­maður á fimm­tugs­aldri var í gær dæmd­ur í 45 daga skil­orðsbundið fang­elsi og til að greiða 350 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur fyr­ir að hafa áreitt leigu­bíl­stjóra kyn­ferðis­lega í Vest­manna­eyj­um meðan Þjóðhátíð stóð yfir. 

Maður­inn reyndi meðal ann­ars að grípa utan­k­læða í brjóst og kyn­færi bíl­stjór­ans og viðhafði kyn­ferðis­leg um­mæli. Mbl.is greinir frá.

Var kon­an að keyra mann­inn úr Herjólfs­dal þegar hann hóf að áreita hana kyn­ferðis­lega með því að reyna að grípa í brjóst henn­ar og kyn­færi. Gerði hún at­huga­semd­ir við at­hæfi manns­ins og hafi hann að lok­um hætt því. Þegar þau komu á leiðar­enda hafi hann svo ekki viljað borga far­gjaldið og talið það hátt og kallaði kon­an þá á aðstoð lög­reglu.

Kom fram við skýrslu­töku yfir öðrum leigu­bíl­stjór­um að þegar kon­an hefði kallað eft­ir aðstoð hefði hún virst ótta­sleg­in og í miklu upp­námi. Þá hefði hún tjáð tveim­ur bíl­stjór­um sem fyrst komu á vett­vang að maður­inn hefði snert sig og leitað á sig. Þá lýstu vitn­in að hún hefði verið skelf­ingu lost­in og miður sín af hræðslu.

Maður­inn viður­kenndi að hafa rifið kjaft við kon­una og verið dóna­leg­ur þegar hann hefði verið rukkaður um far­gjaldið, sem hon­um þótti of hátt, en hann neitaði að hafa áreitt kon­una. Sagðist hann mögu­lega hafa kallað hana tussu, en tók fram að hann ætti það til að vera ljót­ur í kjaft­in­um. Einnig sagði hann að vel gæti verið að hann hefði spurt brotaþola hvernig hún væri í ból­inu. 

Við ákvörðun sína seg­ir í dóm­in­um að stuðst sé við að framb­urður kon­unn­ar hafi verið sam­hljóða hjá lög­reglu og dómi og þótt trú­verðugur. Þá renni framb­urður vitna stoðum und­ir frá­sögn henn­ar. „Að þessu virtu þykir dóm­in­um sannað að ákærði hafi í um­rætt sinn gerst sek­ur um þá hátt­semi sem í ákæru grein­ir,“ seg­ir í dóm­in­um.

Málið kom fyrst á borð lög­reglu 1. ág­úst 2015, en ákæra var ekki gef­in út fyrr en 1. mars á þessu ári. Seg­ir í dóm­in­um að töf þessi á meðferð máls­ins sé ekki rétt­lætt á neinn hátt og verði ekki rak­in til manns­ins. Sem fyrr seg­ir var maður­inn einnig dæmd­ur til að greiða kon­unni 350 þúsund krón­ur í miska­bæt­ur, en hún hafði farið fram á 500 þúsund krón­ur.

 

Mbl.is

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).