Fréttatilkynning frá Herjólfi ohf.
Siglingaáætlun næsta árs og gjaldskrá
26.Október'18 | 17:20Á fundi stjórnar Herjólfs ohf. í dag var samþykkt siglingaáætlun og gjaldskrá fyrir félagið sem tekur gildi þann 30. mars nk., þ.e. þegar félagið tekur yfir rekstur ferjunnar á siglingaleiðinni milli lands og Eyja.
- Siglingaáætlun
Í samræmi við niðurstöður samninga við ríkið fyrr á þessu ári um yfirtöku á rekstrinum mun ferðum á siglingaleiðinni fjölga til mikilla muna frá því sem nú er. Er ráð fyrir því gert að frá 30. mars 2019 verði siglt sjö sinnum á dag. Ráð er fyrir því gert að Herjólfur sigli sína fyrstu ferð frá Vestmannaeyjum kl. 07.00 og frá Landeyjarhöfn kl. 08.15. Skipið muni svo sigla á 75 mínútna fresti úr hvorri höfn. Síðustu ferðir skipsins hvern dag verða kl. 22.00 frá Vestmanneyjum og síðan 23.15 frá Landeyjahöfn.
Nánar tiltekið var eftirfarandi siglingaáætlun samþykkt í stjórn:
Sigling til Landeyjahafnar
Frá Vestmannaeyjahöfn Frá Landeyjahöfn
Kl. 07.00. kl. 08.15.
Kl. 09.30. kl. 10.45.
Kl. 12.00. kl. 13.15.
Kl. 14.30. kl. 15.45.
Kl. 17.00. kl. 18.15.
Kl. 19.30. Kl. 20.45.
Kl. 22.00. kl. 23.15.
Sigling til Þorlákshafnar:
Frá Vestmannaeyjahöfn Frá Þorlákshöfn
Kl. 07:00. 10:45.
Kl. 15:30. 19:15.
- Gjaldskrá
Í samræmi við viðræður sem áttu sér stað í tengslum við samningsgerð um yfirtöku félagsins/bæjarins á rekstri ferjunnar var samþykkt eftirfarandi tillaga í stjórn um gjaldskrá.
Nánar tiltekið var samþykkt gjaldskrá sem er ætlað að gilda frá og með 30. mars 2019, er félagið tekur reksturinn yfir:
Íbúar með lögheimili í Eyjum
Fullorðnir 1.600,- 800,-
Börn 12 – 15 ára 800,- 400,-
Ellilífeyrisþegar, öryrkjar og námsmenn 800,- 400,-
Börn yngri en 12 ára 0,- 0,-
Farartæki
Reiðhjól 800,- 400,-
Bifhjól 1.600,- 800,-
Bifreiðar undir 5 m að lengd 2.300,- 1.150,-
Bifreiðar yfir 5 m að lengd 3.000,- 1.500,-
Farartæki m / vagn, kerru, hjólhýsi ofl. 6 – 10 m 6.000,- 3.000,-
Bæði siglingaáætlun og tillaga stjórnar að gjaldskrá eru lagðar fram og samþykktar með fyrirvara um samþykki Vegagerðarinnar, segir í tilkynningu frá Guðbjarti Ellerti Jónssyni, framkvæmdastjóra Herjólfs ohf.
Tags
Herjólfur
Bók Bjarna í Bónus
2.Desember'19Nú er hægt að kaupa bók Bjarna Jónassonar „Að duga eða drepast” í Bónus, Vestmannaeyjum. Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá
15.Apríl'19Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.