Hlið komið á eina flotbryggju

- gert að beiðni Björgunarfélagsins

25.Október'18 | 05:02
20181013_150200[145083]

Hér má sjá umrætt hlið. Ljósmynd/TMS

Búið er að setja upp hlið á eina af flotbryggjum smábátahafnarinnar. Skemmst er að minnast þess þegar skorið var á fjölda slöngubáta sem lágu við flotbryggjurnar, og úr varð mikið tjón.

Í desember árið 2015 fjallaði framkvæmda- og hafnarráð Vestmannaeyjabæjar um slíka hugmynd. Þá lagði Georg Eiður Arnarson, fulltrúi E-listans til að Vestmannaeyjahöfn setti læst hlið við flotbryggjur í eigu Vestmannaeyjahafnar næsta sumar. Erindinu var hafnað með fjórum atkvæðum gegn einu, en ráðið samþykkti að fela framkvæmdastjóra að skoða málið nánar með notendum aðstöðunnar.

Andrés Þ. Sigurðsson, yfirmaður hafnasviðs Vestmannaeyjahafnar segir í samtali við Eyjar.net að Björgunarfélagið hafi farið fram á það við Vestmannaeyjahöfn að sett yrði hlið á flotbryggjuna þar sem bátur félagsins, Þór, liggur. Það er gert til að hefta aðgengi að björgunarbátnum til þess að koma í veg fyrir að unnar séu skemmdir á honum.

Hafnarstjórn ákvað að verða við erindinu og keypt var hlið og sett upp. Ekki hefur verið farið fram á að sett verði upp fleiri hlið, segir Andrés.


 
 

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.