Íris Róbertsdóttir skrifar:

Engin svívirðing – engin árás

25.Október'18 | 11:01
iris_rob

Íris Róbertsdóttir

Endurkoma forvera míns í bæjarmálaumræðuna hér í Eyjum um síðustu helgi var nokkuð óvænt og sérkennileg, svo ekki sé nú meira sagt. Ég hafði staðfest, aðspurð, í samtali við blaðamann Stundarinnar þá skoðun mína að ég teldi óeðlilegt að Herjólfur ohf keypti lögfræðiþjónustu frá fyrirtæki í eigu stjórnarformanns félagsins. 

Þetta felur bara í sér almenna og eðlilega varðstöðu gegn hagsmunaárekstrum. Og það á líka að forðast þær aðstæður sem kveikja grun um slíkan árekstur. Þessu sjónarmiði hafði ég áður komið á framfæri við stjórnarformanninn sjálfan, þannig að ekki kom það honum á óvart. Það er líka rétt að geta þess að ég og oddviti Eyjalistans vorum, og erum, fullkomlega sammála í þessari afstöðu. 

Í öðru lagi svaraði svo fjármálastjóri bæjarins að sjálfsögðu fyrirspurnum tveggja fjölmiðla um upphæð þjónustukaupa af fyrrgreindri lögmannsstofu, enda í samræmi við þá stefnu núverandi bæjaryfirvalda að upplýsingar um öll slík viðskipti eigi að vera uppi á borðinu. Það kom mér reyndar nokkuð á óvart að forveri minn skyldi gefa til kynna þá skoðun að ekki hefði átt að veita þessar upplýsingar.

Mest á óvart komu þó orðin – eða öllu heldur orðalepparnir - sem forveri minn notaði um þennan framgang málsins; talaði um fordæmalausar árásir á stjórnarformanninn og að verið væri að svívirða saklausan mann. Eins og sést af ofangreindu voru þetta engar árásir og þaðan af síður svívirðingar. Ég var einfaldlega að benda á hið augljósa og í því fólst ekki einu sinni gagnrýni á stjórnarformanninn – hvað þá árásir eða svívirðingar. Enda situr formaðurinn í umboði og á ábyrgð núverandi meirihluta bæjarstjórnar en ekki fyrrverandi; þótt sumir virðist reyndar eiga erfitt með að átta sig á því.

Hvað forvera mínum gengur til með þessari innkomu í bæjarmálaumræðuna hér í Eyjum er mér óskiljanlegt – en fólk getur allavega núna hætt þeim samkvæmisleik að geta sér til um hvenær fyrstu hrópin muni heyrast úr Ölfusi til Eyja. Það er komin niðurstaða.

Í lokin vil ég svo nota tækifærið til að óska forvera mínum alls velfarnaðar í nýju starfi í Ölfusinu.

 

Íris Róbertsdóttir 

 

Höfundur er bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).