Uppfærð frétt

Herjólfi seinkar vegna bilunar

24.Október'18 | 09:12
hebbi_18

Herjólfur við bryggju í Eyjum. Ljósmynd/TMS

Herjólfur fór ekki af stað á réttum tíma í morgun vegna bilunar. Í gær sigldi ferjan ekki vegna viðhaldsdags. Að sögn Gunnlaugs Grettissonar, forstöðumanns ferjusiglinga hjá Eimskip er um að ræða bilun í hliðarskrúfu skipsins og er skipið enn við bryggju þegar þessi frétt er skrifuð.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net voru allir farþegar komnir um borð þegar að tilkynnt var um bilunina. Gunnlaugur segir að viðgerð standi yfir og er vonast til að henni ljúki fljótlega.

Uppfært kl. 9.22

Herjólfur lagði úr höfn klukkan 9.20 eftir að viðgerð lauk. Einhver seinkun verður á brottför skipsins úr Þorlákshöfn og eru farþegar beðnir um að fylgjast með tilkynningum á facebook-síðu Herjólfs um hvenær brottför verður frá Þorlákshöfn.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).