Hvíslið:

Veljum færeysku leiðina

- hún er hagkvæmari, öruggari og frátafir svo gott sem engar

23.Október'18 | 14:31
sandoy-gongin_faereyjar

Skjáskot/Vimeo

Færeyingar halda áfram að bora til hagsbóta fyrir hinar dreifðu byggðir. Nýjustu göngin munu liggja frá Gamlarætt á Straumey til Traðardals á Sandoy. Straumey er stærsta eyja Færeyja og er 372 km² að stærð. Á henni er höfuðborgin Þórshöfn.  

Sjá einnig: Færeyingar okkur fremri

Sandoy-göngin verða fjórðu neðanjarðargöngin í Færeyjum og munu tengja eyjuna Sandoy við stærri hluta færeyskra innviða. Göngin verða 10,6 km löng. Lægsti punkturinn er 147 metra undir vatnsyfirborðinu og eins og Eysturoy-göngin, er mesti halli 5 prósent. Samkvæmt áætlun hefst verkið að reisa Sandoy-göngin nú í ár. Gert er ráð fyrir að verkefnið taki 5 ár, sem þýðir að Sandoy-göngin verða tilbúin árið 2023.

50 milljarðar á 30 árum

Ekki er um það deilt lengur hvort það sé hægt að byggja jarðgöng á milli lands og Eyja. Slík hefur framþróunin verið á undanförnum árum. Ásmundur Friðriksson, þingmaður vakti athygli á kostnaðartölum varðandi Landeyjahöfn og rekstur til ferju næstu áratugina. Þetta sagði Ásmundur árið 2015:

„Þegar menn skoða kostnaðinn af því að leggja jarðgöng til Vestmannaeyja og reka Herjólf frá Landeyjahöfn í 30 ár kemur í ljós að á 30 árum þyrfti að byggja tvær nýjar ferjur til Vestmannaeyja, sem er um 10 milljarða kostnaður. Framlag frá ríkissjóði í 30 ár er 30 milljarðar og sanddæling við höfnina 9 milljarðar. Þetta kostar um 50 milljarða á 30 árum en gera má ráð fyrir að jarðgöng kosti á bilinu 30–50 milljarða.”

Sjá einnig: 50 milljarðar á 30 árum

Slagar hátt upp í kostnaðinn við gerð Hvalfjarðarganga

Um mitt ár 2015 var kostnaðurinn við Landeyjahöfn og smíði nýrrar ferju farinn að slaga hátt upp í kostnaðinn við gerð Hvalfjarðarganga. Í úttekt Viðskiptablaðsins um málið segir m.a:

„Ef ný ferja verður tilbúin árið 2018, sem er ekki ólíklegt, og kostnaðaráætlanir standa þá verður samanlagður kostnaður við smíði ferjunnar og hafnargerðarinnar kominn í tæpa 11,5 milljarða króna. Til að setja þá tölu í eitthvað samhengi þá nam heildarkostnaður við gerð Hvalfjarðarganga ríflega 4,6 milljörðum króna árið 1996. Uppreiknað miðað við vísitölu byggingarkostnaðar er heildarkostnaðurinn 13,7 milljarðar.”

Ofangreint var til umfjöllunar fyrir fjórum árum. Í dag má gera ráð fyrir að kostnaðurinn sé kominn yfir eitt stykki Hvalfjarðargöng. 

Sandoy er sjötti stærsti byggðarkjarninn í Færeyjum með um 1240 íbúa. Minnt er á að íbúar í Vestmannaeyjum voru 4319 í september sl.

Er nema vona að spurt sé hvort ekki sé rétt að fara að skoða þessi mál af fullri alvöru? Það hlýtur að vera þjóðhagslega hagkvæmt! 

Þessu tengt: Búið að dýpka fyrir tæpa 2,6 milljarða

 

Tags

Samgöngur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).