Röntgentæki HSU í Eyjum bilað

22.Október'18 | 13:34
hsu_eyjar

HSU í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/TMS

Sú óheppilega staða kom upp að myndlesarinn (framköllunarvélin) á röntgentæki HSU í Vestmannaeyjum bilaði í síðustu viku og hefur nú verið dæmdur ónýtur. Fenginn var annar lesara að láni í síðustu viku, sem bilaði einnig. 

Varahlutur var fenginn í hann erlendis frá, en við ísetningu hans kom í ljós að meira er bilað en áður hafði verið talið. Þetta kemur fram í tilkynning frá röntgendeild HSU í Vestmannaeyjum.

Þá segir í tilkynningunni að staðan sé því þannig að það þarf að panta annan varahlut að utan og mun það ferli taka einhverja daga í viðbót. Af þessum sökum verður röntgentækið ekki í notkun næstu daga, en viðgerð verður flýtt eins og kostur er.

Í tilkynningunni er beðist velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda. Framkvæmdastjórn HSU hefur jafnframt lagt fram beiðni til Velferðarráðuneytis um nauðsynlega endurnýjun á röntgentæki í Vestmannaeyjum.

Samkvæmt heimildum Eyjar.net er þetta röntgentæki sem er notað er hér í Eyjum síðan árið 2005. Heimildarmaður Eyjar.net bendir á að tækið sé orðið eldgamalt og ætti löngu vera búið að skipta um það. „Þetta er enn ein grunnþjónustan sem liggur niðri í Vestmannaeyjum og búin að gera það í 12 daga og ekki er vitað hvenær þetta kemst aftur í lag. Við búum á eyju og miðað við veður og þoku síðustu daga kemur þetta sér afar illa.”

 

Tags

HSU

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.