Rúmar 6,3 milljónir til Bonafide

frá Vestmannaeyjabæ og Herjólfi ohf.

19.Október'18 | 14:07
herjolfur_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýjum Herjólfi. Mynd/Crist S.A

Alls hefur Vestmannaeyjabær og Herjólfur ohf. greitt lögfræðistofu Lúðvíks Bergvinssonar, Bonafide rúmar 6,3 milljónir króna í ár og í fyrra. Stærstur hluti þessarar greiðslu er vegna vinnu við rekstarsamning og vegna viðræðna við ríkið um yfirtöku á rekstri Herjólfs.

Fram kom í Stundinni í vikunni að hið nýstofnaða félag Herjólfur ohf. hafi greitt Bonafide um 1.400.000 kr. Eyjar.net óskaði eftir gögnum frá Vestmannaeyjabæ um hve mikið sveitarfélagið hafi greitt til lögmannsstofunnar frá byrjun árs 2017. Lúðvík er sem kunnugt er stjórnarformaður Herjólfs ohf.

Sigurbergur Ármannsson, fjármálastjóri Vestmannaeyjabæjar segir að viðskipti árið 2017 án vsk séu alls krónur 2.635.800, þar af er krónur 1.451.850 vegna ýmisa verkefna tengdum samningamálum við ríkið vegna Herjólfs. Sigurbergur segist ekki geta fullyrt hvað lögfræðiþjónusta fyrir krónur 1.181.950 er vegna þar sem fylgiblaðið með reikningum hefur ekki verið skannað inn. Líklega sé þetta vegna verkefna tengdum samningamálum við ríkið vegna Herjólfs en hann geti samt ekki fullyrt um það.

Viðskipti árið 2018 án vsk eru alls krónur 2.295.575 allt vegna ýmissa verkefna tengdum samningamálum við ríkið vegna Herjólfs.

Lúðvík sat ásamt þeim Grími Gíslasyni og Páli Guðmundssyni í undirbúningshóp Vestmannaeyjabæjar um yfirtöku á rekstri Herjólfs. Engin af þeim þáði laun fyrir þá vinnu. Kostnaðurinn sem hér að ofan er vísað til er tilkominn vegna lögfræðivinnu við undirbúning verkefnisins og sérfræðivinnu vegna samningsgerðarinnar.

Formaður stjórnar Herjólfs ohf. með 130.000 krónur á mánuði

Í svargrein stjórnar Herjólfs ohf. við bréfi Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur, sem baðst lausnar frá stjórnarsetu í félaginu segir:

„Þeir sem sitja í framkvæmdastjórn hafa aldrei þegið laun frá félaginu, hvorki sem stjórnarmenn né vegna starfa sinna í framkvæmdarstjórn.”

Í stofnsamþykktum Herjólfs ohf. var þóknun til stjórnarmanna ákveðin 65.000 kr. á mánuði og hlýtur formaður tvöfalda þóknun. Varamenn fá greiddar 30.000 kr. fyrir þann mánuð sem þeir sitja fund. Þetta var samþykkt þann 19. maí sl.

Það lítur því út fyrir að stjórnarmenn í fyrirtækinu eigi eftir að fá greidd laun fyrir setu sína í stjórninni síðastliðna 4 mánuði miðað við yfirlýsingu stjórnarinnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.