Enn dregst að ráða starfsmenn á nýjan Herjólf

19.Október'18 | 06:15
nyr_her_crist

Nýr Herjólfur er væntanlegur hingað til lands í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Crist S.A

Þann 23. ágúst síðastliðinn rann út umsóknarfrestur í ýmis störf hjá Herjólfi ohf. Umsækjendur fengu loks skeyti frá fyrirtækinu nú í byrjun vikunnar. 

Þar kemur fram að ráðningar einstaklinga hafi því miður dregist og er ástæðan sögð vegna tafa á komu Herjólfs til Vestmannaeyja. Beðist er velvirðingar á töfinni en tekið er fram í niðurlaginu að enn megi gera ráð fyrir að ferlið taki nokkurn tíma til viðbótar. 

Samkvæmt heimildum Eyjar.net var nýr framkvæmdastjóri Herjólfs ohf. Guðbjartur Ellert Jónsson hér í Eyjum í gær og fundaði hann með starfsfólki og áhöfn Herjólfs. 

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.