Pysjueftirlit Sæheima:

95 pysjur hreinsaðar

18.Október'18 | 06:14
karen_saeh

Ljósmynd/Sæheimar

„Við fengum óvenju margar pysjur í pysjueftirlitið í ár , sem þurfti að hreinsa áður en hægt var að sleppa þeim. Voru þær með olíu eða önnur óhreinindi í fiðrinu og geta þar af leiðandi ekki haldið vatni frá líkamanum, sem er auðvitað afar mikilvægt fyrir sjófugla.”

Þetta segir í frétt á heimasíðu Sæheima - saeheimar.is. Þá segir:

„Við fengum mjög góða hjálp við hreinsun pysjanna, en Karen Lynn Velas líffræðingur hjálpaði okkur að hreinsa pysjur annað árið í röð. Á myndinni er Karen að sleppa lundapysju númer 95, en pysjan var í afar slæmu ástandi þegar hún kom til okkar og þurfti að hreinsa hana fjórum sinnum áður en hún varð klár í slaginn. Sem betur fer nægir oftast að hreinsa pysjurnar einu sinni. Það var því sérstaklega ljúft að sleppa þessari pysju

Nú hafa þær báðar haldið til vetrarstöðva sinna. Pysjan á sjónum sunnan við Grænland en Karen til Kaliforníu. Við þökkum henni fyri alla hjálpina og kennsluna. Það var ómetanlegt að hafa hana hjá okkur og án hennar hefðum við örugglega ekki náð að hjálpa öllum þessum pysjum.”

Tags

Sæheimar

V.I.P - tjaldsvæði á Þjóðhátíð

16.Júlí'18

Vaktað tjaldsvæði yfir Þjóðhátíð með salernisaðstöðu, á besta stað í Eyjum, skammt frá Herjólfsdal, (við Áshamar).
Þú getur hlaðið símann - endurgjaldslaust, loftpressa til að blása dýnuna - auk annara fríðinda. Smelltu hér - til að sjá nánar.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.