Vestmannaeyjabær:

38 íbúðir í byggingu í dag og 18 íbúðir í umsóknarferli

17.Október'18 | 10:54
vestm_gig

Vestmannaeyjar. Ljósmynd/Gunnar Ingi

„Í dag eru 38 íbúðir í byggingu (með útgefið byggingarleyfi) sem fylla rúmlega 5000m2.” Þetta segir Sigurður Smári Benonýsson, skipulags- og byggingafulltrúi Vestmannaeyjabæjar í samtali við Eyjar.net.

Þá eru 18 íbúðir í umsóknarferli þessa dagana og töluvert úthlutað af lóðum. Á fundi skipulagsráðs í byrjun vikunnar voru neðangreindar umsóknir teknar fyrir.
 
1. Goðahraun 6. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810086
Guðmundur Hafþór Björgvinsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,29.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
2. Goðahraun 8. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810085
Jón Ingvi Pétursson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,32.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
3. Goðahraun 10. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús. - 201810084
Bjarki Ómarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi með innbyggðri bílgeymslu sbr. gögn TPZ ehf. Húsið sem er staðsteypt á einni hæð telur um 235 m2. Nýtingarhlutfall er 0,36.
 
Niðurstaða
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að innsend gögn verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
 
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
 
 
4. Stóragerði 4. Umsókn um byggingarleyfi - einbýlishús - 201810042
Vignir Arnar Svafarsson sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum sbr. innsend gögn. Húsið sem er um 290m2 er úr verksmiðjuframleiddum steypueingngum með flötu þaki. Nýtingarhlutfall er 0,40.
 
Niðurstaða
Ráðið frestar erindinu. Ráðið óskar eftir við lóðarhafa að þakgerð hússins verði breytt m.t.t. þeirra húsa sem standa við götuna.
 
 
5. Búhamar. Fyrirspurn, hönnun einbýlishúsa. - 201808206
Tekin fyrir fyrirspurn lóðarhafa. Kristján Gunnar Ríkharðsson óskar eftir afstöðu ráðsins til innsendra teikninga af einbýlishúsum á lóðir 2, 6, 8 og 10 í Búhamri.
 
Niðurstaða
Ráðið getur ekki orðið við erindinu og vísar til bókunar við úthlutunar lóðanna sbr. fundargerð nr. 289.
 
9. Kleifahraun 5. Umsókn um raðhúsalóð. - 201810043
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um raðhúsalóð nr. 5 í Kleifahrauni.
 
Niðurstaða
Ráðið samþykkir að úthluta lóð skv. deiliskipulagi. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 15. apríl 2019.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.