Íris Róbertsdóttir ræðir stöðu Herjólfs ohf.

Förum vandlega yfir stöðuna á verkefninu og vinnulagið hjá stjórninni

- úrsögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur hefur ekki verið staðfest. - kallað í varamann ef aðalmaður kemst ekki til fundar

16.Október'18 | 10:12
iris_sh

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri.

Í gær fundaði H-listinn m.a vegna stöðunnar sem upp er komin varðandi mönnun í stjórn Herjólfs ohf. Sem kunnugt er óskaði Dóra Björk Gunnarsdóttir lausnar sem stjórnarmaður í félaginu. Eyjar.net ræddi við Íris Róbertsdóttur, bæjarstjóra um málið.

Aðspurð um hvort búið sé að fallast á úrsögn Dóru Bjarkar úr stjórn Herjólfs ohf. segir Íris: 

„Nei, úrsögn Dóru Bjarkar Gunnarsdóttur hefur ekki verið staðfest. Þau sjónarmið sem Dóra sagði að lægju að baki ósk hennar um úrsögn ber að taka alvarlega. Ég hef síðustu daga rætt við aðra stjórnarmenn, þar á meðal stjórnarformanninn, til að heyra þeirra sjónarmið. Það er mjög mikilvægt að við séum ekki að hrapa að niðurstöðu heldur förum vandlega yfir stöðuna á verkefninu og vinnulagið hjá stjórninni. Við þurfum að vanda okkur við allt sem snýr að þessu mikla hagsmunamáli okkar og tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum. Stjórn félagsins er starfhæf - það er einfaldlega bara kallað í varamann ef aðalmaður kemst ekki til fundar.”

Er Íris er spurð um hvort hún ætli að boða til hluthafafundar í félaginu segir hún að engin slík ákvörðun hafi verið tekin. 

Nú heldur þú ein á hlutabréfinu í Herjólfi ohf. Nýtur stjórnin þíns trausts til áframhaldandi verka eftir aðfinnslur fulltrúa H-listans í stjórn Herjólfs ohf. á vinnubrögðum stjórnar?

Á meðan stjórnin situr gerir hún það auðvitað í umboði eigandans og með hans trausti. Við þurfum hins vegar öll að gera okkur grein fyrir því að það er gríðarlega mikilvægt að stjórn þessa félags njóti trausts hinna raunverulegu eigenda þess - sem eru bæjarbúar allir. Bæjarstjórinn á hverjum tíma er auðvitað bara umboðsmaður þeirra gagnvart stjórninni. Þetta verkefni er mikilvægt fyrir okkur öll og það má enginn, hvorki í stjórn félagsins né í bæjarstjórn, freistast til að halda að þetta sé mál einhverra fárra útvaldra. Allt sem þetta félag gerir, eða lætur ógert, er mál allra bæjarbúa og verður að vinnast fyrir opnum tjöldum. Þess vegna höfum við t.d. ákveðið að fundargerðir stjórnarinnar verði opnar öllum. Það verður líka hluti af þeirri eigendastefnu fyrir félagið sem nú er verið að vinna að, en hefði auðvitað verið best að lægi fyrir strax við stofnun félagsins í maí. Ég treysti því að við berum gæfu til þess, hvar í flokki sem við stöndum, að láta verkefnið sjálft - bættar samgöngur milli lands og Eyja - alltaf hafa forgang umfram eitthvað reiptog um form og flokka, segir Íris Róbertsdóttir.

 

Þessu tengt: Fréttatilkynning frá stjórn Herjólfs ohf.
 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%