Hvað gerist í framhaldinu?

15.Október'18 | 15:07
iris_ny_ferja_jp

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri getur ein boðað til hluthafafundar hjá Herjólfi ohf. Mynd/samsett

Við brotthvarf Dóru Bjarkar úr stjórn Herjólfs ohf. vakna upp spurningar hvað gerist í framhaldinu. Ljóst er að ólga er innan raða H-listans vegna málsins og eftir þessa úrsögn Dóru á H-listinn eftir einn mann í stjórn.

Sá er Grímur Gíslason sem upphaflega var tilnefndur í stjórnina af Sjálfstæðisflokknum. Aðrir í stjórn eru Lúðvík Bergvinsson frá Eyjalistanum. Páll Þór Guðmundsson og Arndís Bára Ingimarsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum.

Jöfn kynjahlutföll í stjórn?

Óljóst er hvor varamaðurinn muni taka sæti Dóru Bjarkar. Í varastjórn eru þau Birna Þórsdóttir, frá Sjálfstæðisflokki og Halldór Bjarnason frá H-lista. Flestir teldu að það lægi beinast við að Halldór tæki sæti Dóru, en svo einfalt er það ekki. Í lögum um opinber hlutafélög segir að við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skuli tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. Á þetta lagaákvæði við ef að starfsmannafjöldi hlutafélaga fer yfir 50 talsins. Í dag eru starfsmenn Herjólfs á bilinu 50-55. Þess utan leysa verktakar ákveðin störf við útgerðina.

Þó ber að taka fram að þar sem að einungis er búið að ráða örfáa starfsmenn í dag, er mögulegt að ekki reyni á ofangreint ákvæði nú, en það gæfi svigrúm til að hafa ójöfn kynjahlutföll fram að næsta aðalfundi sem á að halda í maí 2019. 

Samkvæmt heimildum Eyjar.net mun H-listinn funda um málið í kvöld.

Verður boðað til nýs hluthafafundar?

Einn möguleikinn er þá ónefndur. Sá er að handhafi hlutabréfsins í Herjólfi ohf. boði til hluthafafundar. Handhafi bréfsins er í þessu tilviki Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Íris boðaði til slíks fundar þann 8. ágúst síðastliðinn í þeim tilgangi að breyta stjórninni til samræmis við niðurstöður sveitarstjórnarkosninga. 

Í niðurlagi yfirlýsingar stjórnar Herjólfs ohf. þar sem Dóru Björk er svarað segir:

„Stjórnin væntir þess að hún fái nú frið til að vinna að því mikilvæga verkefni sem henni var falið og gerir ráð fyrir því, fallist eigandi á úrsögn stjórnarmannsins, þá taki varamaður sæti í stjórn.”

Minnt skal á að Grímur Gíslason er flokksbundinn sjálfstæðismaður, þó hann sitji nú í stjórn Herjólfs ohf. fyrir H-listann. Það má því segja að verði ekkert að gert hjá handhafa hlutabréfsins hafa sjálfstæðismenn tögl og haldir í stjórnun Herjólfs ohf. Munu fulltrúar H-listans sætta sig við það? 

 

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.