Hvað gerist í framhaldinu?
15.Október'18 | 15:07Við brotthvarf Dóru Bjarkar úr stjórn Herjólfs ohf. vakna upp spurningar hvað gerist í framhaldinu. Ljóst er að ólga er innan raða H-listans vegna málsins og eftir þessa úrsögn Dóru á H-listinn eftir einn mann í stjórn.
Sá er Grímur Gíslason sem upphaflega var tilnefndur í stjórnina af Sjálfstæðisflokknum. Aðrir í stjórn eru Lúðvík Bergvinsson frá Eyjalistanum. Páll Þór Guðmundsson og Arndís Bára Ingimarsdóttir frá Sjálfstæðisflokknum.
Jöfn kynjahlutföll í stjórn?
Óljóst er hvor varamaðurinn muni taka sæti Dóru Bjarkar. Í varastjórn eru þau Birna Þórsdóttir, frá Sjálfstæðisflokki og Halldór Bjarnason frá H-lista. Flestir teldu að það lægi beinast við að Halldór tæki sæti Dóru, en svo einfalt er það ekki. Í lögum um opinber hlutafélög segir að við kjör í stjórn opinbers hlutafélags skuli tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar. Á þetta lagaákvæði við ef að starfsmannafjöldi hlutafélaga fer yfir 50 talsins. Í dag eru starfsmenn Herjólfs á bilinu 50-55. Þess utan leysa verktakar ákveðin störf við útgerðina.
Þó ber að taka fram að þar sem að einungis er búið að ráða örfáa starfsmenn í dag, er mögulegt að ekki reyni á ofangreint ákvæði nú, en það gæfi svigrúm til að hafa ójöfn kynjahlutföll fram að næsta aðalfundi sem á að halda í maí 2019.
Samkvæmt heimildum Eyjar.net mun H-listinn funda um málið í kvöld.
Verður boðað til nýs hluthafafundar?
Einn möguleikinn er þá ónefndur. Sá er að handhafi hlutabréfsins í Herjólfi ohf. boði til hluthafafundar. Handhafi bréfsins er í þessu tilviki Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Íris boðaði til slíks fundar þann 8. ágúst síðastliðinn í þeim tilgangi að breyta stjórninni til samræmis við niðurstöður sveitarstjórnarkosninga.
Í niðurlagi yfirlýsingar stjórnar Herjólfs ohf. þar sem Dóru Björk er svarað segir:
„Stjórnin væntir þess að hún fái nú frið til að vinna að því mikilvæga verkefni sem henni var falið og gerir ráð fyrir því, fallist eigandi á úrsögn stjórnarmannsins, þá taki varamaður sæti í stjórn.”
Minnt skal á að Grímur Gíslason er flokksbundinn sjálfstæðismaður, þó hann sitji nú í stjórn Herjólfs ohf. fyrir H-listann. Það má því segja að verði ekkert að gert hjá handhafa hlutabréfsins hafa sjálfstæðismenn tögl og haldir í stjórnun Herjólfs ohf. Munu fulltrúar H-listans sætta sig við það?
Tags
Herjólfur
Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Nýtt hlaðvarp/podcast fer í loftið á fimmtudaginn 4. mars nk. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og verður hlaðvarpið aðgengilegt á Eyjar.net ásamt helstu veitum svo sem Spotify og Youtube. Fylgstu með...

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn
17.September'19Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Smáauglýsingar
Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).