Alfreð Alfreðsson skrifar:

Svar óskast

12.Október'18 | 08:48
herj_nyr_cr_sa_c

Tölvugerð mynd af nýrri Vestmannaeyjaferju. Mynd/Crist S.A

Mig skortir skilning á því af hverju rekstrarfélag um farþegaferjuna Herjólf þarf að verða pólistískt bitbein. Af hverju ekki var hægt að velja einstaklinga búsetta í Vestmannaeyjum sem auðvelt hefði verið að kalla til fundar með stuttum fyrirvara. 

Er ekki til nóg af færu fólki sem sinnt gæti slíku starfi hér á eyjunni?

Enn einu sinni hriktir í stoðum þessarar stjórnar með brotthvarfi Dóru Bjarkar úr stjórninni, sem fylgt er eftir með yfirlýsingu brottfluttra Eyjamanna.

Mig langar að óska eftir því að Grímur Gíslason og Lúðvík Bergvinsson geri grein fyrir því af hverju þeim er svona umhugað um að sitja sem fastast í stjórn Herjólfs ohf. Er einhver ástæða fyrir því að þið eruð hæfari en aðrir til starfans, og í hverju liggja þessir hæfileikar sem gera ykkur svona ómissandi. Teljið þið ekki mikilvægt að sátt ríki um störf stjórnar Herjólfs ohf?

Er ekki kominn tími til að stjórn Herjólfs ehf verði skipt út fyrir hæfa heimamenn, þvert á pólitískar línur?

Spyr sá sem ekki veit.

 

Alfreð Alfreðsson

Tags

Herjólfur

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.