Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Helga Kristín Kolbeins og Trausti Hjaltason skrifa:
Stærsta hagsmunamál Vestmannaeyja
12.Október'18 | 08:09Samgöngumál eru og verða ávallt meðal stærstu hagsmunamála Vestmannaeyja. Sá áfangasigur sem náðist á síðasta kjörtímabili með og vegna góðrar samvinnu og samstöðu Sjálfstæðisflokks og Eyjalistans er stærsta skrefið í átt að bættum samgöngum á þessari öld frá tilkomu Landeyjahafnar sjálfrar.
Í samgöngusögu Vestmannaeyja er það deginum ljósara að þegar íbúum hefur þótt nóg komið af afskipta- og áhugaleysi ríkisins hvað varðar samgönguúrbætur í gegnum tíðina þá hafa bæjarbúar sjálfir brett upp ermarnar og tekið málin í sínar eigin hendur. Þannig var ástandið síðastliðið vor þegar samgönguráðuneytið bænheyrði íbúa eftir fjölmarga íbúafundi þar sem krafan var sú að Vestmannaeyjabær fengi sjálfstjórnarrétt á ferjusiglingum milli lands og Eyja.
Líkt og fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa gert frá upphafi lýsum við áfram yfir fullu trausti á öfluga stjórn Herjólfs ohf. en þar innanborðs sitja m.a. þrír aðilar úr samninganefnd Vestmannaeyjabæjar sem í viðræðum sínum við samgönguráðuneytið tryggðu Vestmannaeyingum eftirfarandi:
- Yfirráð yfir stærsta hagsmunamáli sínu
- 600 fleiri ferðir á ári
- Siglingar ALLA daga ársins, líka á stórhátíðum
- Aukinn afslátt af gjaldskrá fyrir heimamenn
- Fleiri störf við ferjurekstur enda mun skipið þurfa þrjár áhafnir í stað tveggja
- Nýtt bókunarkerfi og aukna upplýsingagjöf til notenda þjónustunnar
- Og einn mikilvægasti liðurinn: verði hagnaður af rekstri hins opinbera hlutafélags verður honum að fullu varið í að auka þjónustu og/eða lækka gjaldskrá. Þannig fari ábatinn af ferjurekstrinum beint inn í samfélagið okkar en ekki í vasa hlutafélaga einkahlutafélags.
Höldum fókus, látum ekki ósætti eða sérhagsmuni einstakra aðila varpa skugga á eða draga úr mikilvægi og nauðsyn þess að þetta mikilvæga verkefni fái að halda áfram að blómstra. Tökum höndum saman og höldum áfram veginn, fyrir bjarta framtíð Vestmannaeyja.
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Helga Kristín Kolbeins
Trausti Hjaltason
Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála
2.Nóvember'18Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.
Vilt þú ná til Eyjamanna?
28.Júní'17Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.
Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey
27.Október'17Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is