Einungis ein fæðing það sem af er ári í Eyjum

11.Október'18 | 06:59
litid_barn

Mynd/úr safni

Í síðasta mánuði fæddist barn hér í Eyjum. Það þykir fréttnæmt enda um að ræða fyrstu fæðingu ársins. Barnið kom í heiminn þann 10. september.  Eyjar.net fer hér yfir þróun síðustu ára í fæðingum hjá Eyjamönnum.

Eins og þekkt er orðið kjósa foreldrar með örfáum undantekningum að fæða börn sín uppá landi, þar sem skurðstofa og sérhæfðir læknar eru skammt undan ef eitthvað kemur uppá. Skurðstofunni í Eyjum var sem kunnugt er lokað fyrir nokkrum árum síðan, og með því fluttist kostnaðurinn við að fæða börn frá ríkinu beint yfir á verðandi foreldra.

Einungis 17 nýburar það sem af er ári

Árið 2018 eru skráðar konur í mæðraeftirliti 30 og af þeim 29 m/lögheimili í Vestmannaeyjum. Frá þeim konum hafa fæðst 16 börn uppi á landi og 1 barn í Eyjum, samkvæmt upplýsingum frá HSU.

Árið 2017 voru skráðar 39 konur í mæðraeftirliti -- Allar með lögheimili í Vestmannaeyjum. Frá þeim konum fæddust 36 börn uppi á landi og 3 börn í Eyjum.

Varðandi hvort færri en undanfarin ár og hvað hugsanlega valdi, eru þetta eðlilegar sveiflur á milli síðustu ára, segir í svari frá HSU til Eyjar.net.

 

Árin þar á undan

  • Árið 2016 komu 40 nýir Eyjamenn í heiminn. 3 af þeim fæddust hér í Eyjum. 
  • Árið 2015 komu 39 nýir Eyjamenn í heiminn. 3 af þeim fæddust hér í Eyjum.
  • Árið 2014 komu 57 nýir Eyjamenn í heiminn. 9 af þeim fæddust hér í Eyjum.

 

Getur leitt til brottflutnings fólks úr byggðarlögum

Í ritgerðinni „Ferðast um langan veg fyrir fæðingu” sem unnin er af Herdísi Sif Ásmundsdóttur, Hildi Maríu Kristbjörnsdóttur, Hrafnhildi Helgadóttur og Söndru Leifs Hauksdóttur í fyrra og fjallar um áhrif skertrar fæðingarþjónustu og streitu barnshafandi kvenna á landsbyggðinni segir m.a:

„Afleiðingar skertrar fæðingarþjónustu. Varðandi afleiðingar á skerðingu almennrar þjónustu stóðu Karl Benediktsson og Hjalti Nielsen (2008) fyrir rannsókn sem beindist að byggðum þar sem brottflutningur fólks hafði verið mikill. Rannsóknin kannaði hvort greina mætti samband milli fólksfækkunar og þjónustustigs á hverjum og einum stað. Fram kom að marktæk fylgni var þar á milli en því meiri þjónusta sem var veitt á hverjum stað fyrir sig, því minni brottflutningur hafði verið (Karl Benediktsson og Hjalti Nielsen, 2008). Að sama skapi geta niðurstöðurnar verið vísbending þess efnis að fækkun fæðingarstaða geti leitt til brottflutnings fólks úr byggðarlögum.”

 

Tags

HSU

Má bjóða þér að auglýsa hér?

23.Júní'22

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Mannlíf og saga - hlaðvarp

2.Mars'21

Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.