Bæjaráð Vestmannaeyja:

Vilja að sjúkraþyrla verði staðsett í Eyjum

10.Október'18 | 07:19
thyrla_17_cr

Þyrlur Gæslunnar hafa margsinns verið kallaðar út vegna sjúkraflugs frá Eyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs var til umfjöllunar skýrsla um sjúkraþyrlu. Skýrslan var unnin af starfshópi velferðarráðuneytisins, og fjallar um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. 

Stjórn SASS tók undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap (lækni og hjúkrunarfræðingi/bráðatækni). Áætlaður kostnaður er á bilinu 500 til 880 milljónir kr. á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verkefnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn. Stjórn SASS lagði jafnframt til að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi. 

Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að sem fyrst verði farið í tilraunverkefni þar sem þyrlur verði notaðar í sjúkraflug. 

Bæjaráð Vestmannaeyja tekur undir þessa ályktun stjórnar SASS enda myndi þetta verkefni auka öryggis- og þjónustig vegna sérhæfðar bráðþjónustu fyrir Vestmannaeyjar. Í ljósi þess að viðbragðstími sjúkraflugs hefur aukist og sólarhrings skurðstofuvakt í Vestmannaeyjum hefur verið lögð af telur bæjarráð ákjósanlegt að staðsetja þyrluna í Vestmannaeyjum, segir í bókun bæjarráðs.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.