Bæjaráð Vestmannaeyja:

Vilja að sjúkraþyrla verði staðsett í Eyjum

10.Október'18 | 07:19
thyrla_17_cr

Þyrlur Gæslunnar hafa margsinns verið kallaðar út vegna sjúkraflugs frá Eyjum. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs var til umfjöllunar skýrsla um sjúkraþyrlu. Skýrslan var unnin af starfshópi velferðarráðuneytisins, og fjallar um mögulega aukna aðkomu þyrlna að sjúkraflugi. 

Stjórn SASS tók undir sjónarmið tveggja af sjö fulltrúum í starfshópnum um að leggja til við heilbrigðisráðherra að sérstakri sjúkraþyrlu verði komið á fót, með stuttum útkallstíma (<10 mínútur) og sérhæfðum mannskap (lækni og hjúkrunarfræðingi/bráðatækni). Áætlaður kostnaður er á bilinu 500 til 880 milljónir kr. á ári eftir því hvaða þyrla yrði valin til verkefnisins og hvort einn eða tveir flugmenn yrðu í áhöfn. Stjórn SASS lagði jafnframt til að þyrlan verði staðsett á Suðurlandi. 

Stjórn SASS áréttar nauðsyn þess að sem fyrst verði farið í tilraunverkefni þar sem þyrlur verði notaðar í sjúkraflug. 

Bæjaráð Vestmannaeyja tekur undir þessa ályktun stjórnar SASS enda myndi þetta verkefni auka öryggis- og þjónustig vegna sérhæfðar bráðþjónustu fyrir Vestmannaeyjar. Í ljósi þess að viðbragðstími sjúkraflugs hefur aukist og sólarhrings skurðstofuvakt í Vestmannaeyjum hefur verið lögð af telur bæjarráð ákjósanlegt að staðsetja þyrluna í Vestmannaeyjum, segir í bókun bæjarráðs.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).