Jötunn skoðar að sameinast öðrum sjómannafélögum

9.Október'18 | 12:17
bergey_bryggja_olia

Vestmannaeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Viðræður eru í gangi um sameiningu Sjómannafélags Eyjafjarðar, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur, Sjómannafélags Íslands, Sjómannafélags Hafnarfjarðar, Sjómannafélagsins Jötuns og mögulega bætast fleiri félög við.

Frá þessu var greint á Facebook síðu Sjómannafélags Íslands. Þar segir að unnið hafi verið að þessu máli síðustu mánuði og hafa viðræður þessara félaga skilað þeim árangri að farið er að sjást til lands.

"Við munum því halda ótrauðir áfram og vonandi getum við lagt af stað í kynningu á því hvernig væntanlegt félag muni líta út eftir ekki svo langan tíma. Það verða jú auðvitað félagsmenn þessara félaga sem eiga síðasta orðið í því hvort af þessu verður eða ekki. Markmið sameiningar er að búa til stórt og öflugt félag til að standa að baki sjómönnum þessa lands. Með þessu móti getum við sameinað krafta okkar og þannig skapað grundvöll til að setja gríðarlega innspýtingu allt okkar starf, ekki síst þær kjarasamningsviðræður sem framundan eru við Samtök fyrirtækja í sjávarútveg," segir í færslunni. 

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.