Galilei 2000 mun vera til taks og dýpka fram í miðjan nóvember

9.Október'18 | 09:05
galilei

Dýpkunarskipið Galilei 2000. Mynd/TMS

Á fundi bæjarráðs í gær var umræða um samgöngumál. á fundinum fór Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri yfir upplýsingar frá Vegagerðinni. 

Þar kom fram að dýpkunarskipið Galilei 2000 muni vera til taks og dýpka fram í miðjan nóvember, aðstæður í Landeyjahöfn til dýpkunar hafa ekki verið hagstæðar undanfarið. Til að auka upplýsingagjöf til bæjarbúa verða upplýsingar varðandi dýptarmælingar Vegagerðinar verða framvegis birtar á vef Vestmannaeyjabæjar.

Bæjarstjóri fer á fund með Vegagerðinni þann 10. október n.k. og bæjarráð felur bæjarstjóra að koma áhyggjum bæjarstjórnar af útboði vegna dýpkunar fyrir árin 2019 til 2021 á framfæri við fulltrúa Vegagerðarinnar. Mikilvægt er að útboðsaðili geri ríkar kröfur um afköst og búnað við krefjandi aðstæður í Landeyjahöfn, segir í bókun ráðsins.

Andrés Þorsteinn í samráðshóp

Þá skipaði bæjarráð Andrés Þorsteinn Sigurðsson sem fulltrúa Vestmannaeyjabæjar í stað Hildar Sólveigar Sigurðardóttur í samráðshóp vegna móttöku og afhendingar nýrrar Vestmannaeyjaferju. En hópur þessi var settur á laggirnar af ráðherra samgöngumála.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is