Minning: Bergvin Oddsson

6.Október'18 | 16:00

Í dag laugardaginn, 6. október var Beddi á Glófaxa jarðsunginn frá Landakirkju, en andlát Bedda var mikið áfall fyrir okkur félaga í Kiwanisklúbbnum Helgafelli, eins og fyrir okkar góða samfélag hér í Vestmannaeyjum. 

Beddi var farsæll útgerðarmaður og mikill höfðingi í alla staði og lét einnig aðra njóta velgengi sinnar, bæði einstaklinga, Kiwanis, og síðast en ekki síst ÍBV-íþróttafélag þar sem Beddi var sterkur bakjarl.

Ég var þeirrar gæfu aðnjótandi að vera með skipsrúm hjá Bedda á árum áður bæði á netavertíð og síldarvertíð, en á síldinni var mikið verið að veiðum fyrir austan, og landlegum því eytt á Neskaupstað, en þar var Beddi líka á heimavelli, og áttum við oft á tíðum skemmtilegar stundir þar.

Einnig minnist ég þess að þegar eitthvað var að gerast í Kiwanis þá heyrðist fljótlega í karli, svona uppúr hádegi “Inn með rúlluna”  og þá var brunað í land til að karlinn kæmist á ball með Dúllu sinni í Kiwanis.

Beddi var söngmaður góður og tók oft lagið á Kiwanisskemmtunum, ásamt því að vera driffjöður í kór eldriborgara nú í seinni tíð.

Það er stórt skarð höggvið í Kiwanisklúbbinn Helgafell og okkar samfélag hér í Eyjum við fráfall Bedda, og við Dúllu og fjölskyldu sendum við okkar dýpstu og innilegustu samúðarkveðjur.

Minningin um góðann félaga og vin lifir.

 

F.h. Kiwanisklúbbsins Helgafells

Tómas Sveinsson

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Má bjóða þér að auglýsa hér?

15.Janúar'18

Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is