Guðmundur Þ. B. Ólafsson skrifar:

Minning: Bergvin Oddsson

6.Október'18 | 05:37

Í dag verður Beddi á Glófaxa, jarðsunginn frá Landakirkju. Það verður að segja eins og er að fréttin um andlát Bedda, kom eins og köld vatnsgusa. 

Beddi hafði reyndar átt við veikindi að stríða, en það var ekki öllum ljóst hversu alvarleg þau voru, hann alltaf svo hress og kátur. Við Beddi áttum samleið í pólitíkinni sem og í Kiwanis og víðar. Báðir Kratar sem söknuðu Alþýðuflokksins og held ég að honum  hafi, eins og mér, fundist bara kominn tími á að endurvekja okkar gamla og góða flokk, sem alla tíð barðist fyrir auknum jöfnuði og ekki síst fyrir þá sem minna máttu sín í þjóðfélaginu.

Beddi var farsæll skipstjóri og útgerðarmaður sem hugsaði vel um sína. Hann var þekktur fyrir greiðvikni og ef hann taldi sig geta komið að liði stóð ekki á hjálpinni. Meðal annars lét hann fjármuni renna til ýmissa góðra verka og sem betur fer fyrir æskulýðinn hér í Eyjum styrkti hann og fjölskylda íþróttirnar veglega og það til fjölda ára. Þetta þekkja allir í okkar góða samfélagi. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja góðan samferðamann og félaga til fjölmargra ára.

Fjölskyldu Bedda sendi ég og fjölskylda mín, innilegar samúðarkveðjur.

Blessuð sé minning Bedda.

 

Guðmundur Þ. B. Ólafsson.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

2.Nóvember'18

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2018.

Vilt þú ná til Eyjamanna?

28.Júní'17

Þá er Eyjar.net rétti staðurinn til þess. Sendu okkur línu á auglysingar@eyjar.net - og við aðstoðum þig að finna góða lausn fyrir þig og þitt fyrirtæki.