Uppfærð frétt

Þarf að sigla eftir flóðastöðu

- Dýpið orðið of lítið í Landeyjahöfn á fjöru

1.Október'18 | 07:45
IMG_2361

Fella þarf niður ferðir í dag vegna grynninga í og við Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Þar sem dýpi hefur farið minnkandi við Landeyjahöfn síðustu daga þá þarf að sigla eftir flóðastöðu í dag, mánudag 1.október. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrstu ferð. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 09:45.

Ferð frá Vestmannaeyjum 11:00 og frá Landeyjahöfn 12:45 fellur niður vegna flóða stöðu, segir í tilkynningu frá Sæferðum.

Varðandi siglingar seinnipart þá er spáð hækkandi ölduhæð seinni partinn í dag og kvöld og flóða staða óhagstæð því er óvíst hvort fært verður í Landeyjahöfn klukkan 16. Tilkynning varðandi siglingar seinni partinn í dag verður því send út fyrir klukkan 15 í dag.

Uppfært kl. 8.55:

Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar, brot á rifi og hækkandi ölduhæð. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð mánudaginn 1. október. Brottför frá Vestmannaeyjum 08:30. Brottför frá Þorlákshöfn 11:45

Farþegar sem áttu bókað til/frá Landeyjahöfn 08:30/12:45 verða færðir í ferðir til/frá Þorlákshöfn 08:30/11:45.

Þeir farþegar sem eiga bíla í Landeyjahöfn þurfa að láta vita af sér í afgreiðslunni í Eyjum fyrir brottför svo hægt sé að gera ráðstafanir um far milli hafna.

Tags

Herjólfur

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).