Uppfærð frétt

Þarf að sigla eftir flóðastöðu

- Dýpið orðið of lítið í Landeyjahöfn á fjöru

1.Október'18 | 07:45
IMG_2361

Fella þarf niður ferðir í dag vegna grynninga í og við Landeyjahöfn. Ljósmynd/TMS

Þar sem dýpi hefur farið minnkandi við Landeyjahöfn síðustu daga þá þarf að sigla eftir flóðastöðu í dag, mánudag 1.október. Herjólfur siglir til Landeyjahafnar fyrstu ferð. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 08:30 og frá Landeyjahöfn kl. 09:45.

Ferð frá Vestmannaeyjum 11:00 og frá Landeyjahöfn 12:45 fellur niður vegna flóða stöðu, segir í tilkynningu frá Sæferðum.

Varðandi siglingar seinnipart þá er spáð hækkandi ölduhæð seinni partinn í dag og kvöld og flóða staða óhagstæð því er óvíst hvort fært verður í Landeyjahöfn klukkan 16. Tilkynning varðandi siglingar seinni partinn í dag verður því send út fyrir klukkan 15 í dag.

Uppfært kl. 8.55:

Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar, brot á rifi og hækkandi ölduhæð. Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fyrri ferð mánudaginn 1. október. Brottför frá Vestmannaeyjum 08:30. Brottför frá Þorlákshöfn 11:45

Farþegar sem áttu bókað til/frá Landeyjahöfn 08:30/12:45 verða færðir í ferðir til/frá Þorlákshöfn 08:30/11:45.

Þeir farþegar sem eiga bíla í Landeyjahöfn þurfa að láta vita af sér í afgreiðslunni í Eyjum fyrir brottför svo hægt sé að gera ráðstafanir um far milli hafna.

Tags

Herjólfur

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Fjölskylda óskar eftir gistiaðstöðu á Þjóðhátíð

13.Júní'19

Fjögurra manna fjölskylda með djúpar Eyjarætur óskar eftir gistiaðstöðu frá fimmtudegi til mánudags á Þjóðhátíð. Um er að ræða hjón með tvö ung börn. Nánari upplýsingar hjá Þórlindi í síma 822 8968.

Afmælisár Vestmannaeyjabæjar - Dagskrá

15.Apríl'19

Í ár fagnar Vestmannaeyjabær 100 ára kaupstaðarafmæli. Af því tilefni er fjölbreytt dagskrá allt árið. Hér má skoða dagskrá ársins.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.