Cloe framlengir við ÍBV

30.September'18 | 15:51
Undirskrift_cloe_ibv

Skrifað var undir á veitingastaðnum Einsa kalda í dag.

Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019.Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands, segir í tilkynningu frá ÍBV.

Þá segir að Cloe sé mjög hamingjusöm í Eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum félagsins. Afar mörg félög óskuðu eftir kröftum Cloe en ekkert annað kom til greina en að vera áfram á eyjunni fögru. Í tilkynningunni segir enn fremur að það muni skýrast fljótlega hver muni þjálfa liðið.

ÍBV óskar Cloe og öllum stuðningsmönnum ÍBV til hamingju með þetta samstarf.

Tags

ÍBV

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.