Tækifæri sem ekki kemur aftur!

- nýtum tækifærin sem felast í töfum á nýju ferjunni til að kanna þjónustuþörfina

28.September'18 | 07:35
farth_lan

Ljósmynd/TMS

Allt stefnir nú í að ný ferja hefji ekki siglingar á milli lands og Eyja fyrr en að Landeyjahöfn opnast aftur næsta vor. Í því felast tækifæri fyrir okkur – ef rétt er haldið á spilunum.

Tækifærið felst í því að nýta núverandi ferju áfram fram á haustið. Ferjurnar sigla þá á móti hvor annari á álagstímum.

Ósennilegt er að við fáum slíkt tækifæri aftur og er því mikilvægt að bæjarbúar fylki sér á bak við bæjarstjórn um að knýja þessa tilraun í gegn hjá ríkisvaldinu. Við verðum að láta í okkur heyra.

Samhliða þessu er mikilvægt að reisa þjónustumiðstöð upp við þjóðveg sem bendir ferðamönnum á náttúruperluna Vestmannaeyjar.

Allt ofangreint verður að koma í farveg fljótlega. Annars rennur þetta stóra tækifæri okkur úr greipum. Tækifæri til að minnka biðlistana og benda ríkisvaldinu í leiðinni á það að full þörf er á tveimur ferjum í þjónustu við Vestmannaeyjar á sumrin.

Samhliða þessu þarf að halda áfram að pressa á ríkisvaldið að finna lausnir á vanda Landeyjahafnar til að hún uppfylli þær litlu frátafir sem okkur var lofað í upphafi.

Nýtum tækifærin – samfélaginu til heilla!

 

Horfum til framtíðar.

 

Hópurinn er skipaður áhugamönnum um bættar samgöngur á milli lands og Eyja.

Lumar þú á grein?

11.Janúar'19

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%