Varmadælustöðin að verða tilbúin

Stefnt að prufukeyrslu í október

26.September'18 | 07:33
varmi_ads_hs

Varmadælustöðin er engin smásmíði. Ljósmynd/aðsend

„Þetta mjakast áfram. Verið er að klæða húsið að utan með flísum, unnið er við rafmagn, loftræstingu, gólfefni og málun innanhúss. Varðandi vélbúnaðinn, þá er búið að tengja vélarnar við hitaveituna og sjólagnir. Unnið við háspennutengingar, 400 V tengingar og aðrar stýringar.”

Þetta segir Ívar Atlason, svæðisstjóri vatnssviðs hjá HS-Veitum, aðspurður um gang varmadælu-verkefnisins.  „Í næstu viku er von á tæknimanni frá framleiðanda vélanna, Sabroe í Danmörku, við að undirbúa gangsetningu. Í kjölfarið koma fleiri tæknimenn frá Sabroe. Ef allt gengur upp hefst prufukeyrsla nú í október.” segir Ívar en um er að ræða 4 sjóvarmadælur sem settar hafa verið upp.

Eru að afla 2/3 hluta varmaorku hitaveitunnar ókeypis

Hann segir að ef allt gangi upp, ætti stöðin að vera komin í fullan rekstur í nóvember.  „Þegar verið er að gangsetja nýjan búnað, starfsmenn HS Veitna að læra á vélbúnaðinn  o.s.frv., þá má búast við byrjunaröðuleikum eins og gengur og gerist.  Hvort það verður talið í vikum eða mánuðum verður að koma í ljós.

Með þessari tækni erum við að afla 2/3 hluta varmaorku hitaveitunnar ókeypis, þ.e.a.s úr sjónum. Einnig gerði HS Veitur hf nýjan raforkusaming og verður varmadælustöðin á forgangsorku.  Þetta þýðir að íbúar Vestmanneyja þurfa ekki í framtíðinni að borga með hærri orkureikningum, olíukeyrslu í kyndistöðinni ef flutningskerfi raforkunnar bilar eða lón vantaflvirkjana tæmast.  Þetta gerðist árin 2014 og 2017 og kostaði Vestmanneyinga hundruði milljóna.” segir Ívar Atlason.

varmadaelust_0918

Varmadælustöðin, Hlíðarvegi.

ivar_atla

Ívar Atlason.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Tilboð á gistingu á Brú Guesthouse

21.Ágúst'20

Brú Guesthouse býður tilboð á gistingu á til áramóta. Gisting í smáhýsi fyrir 2.  9.900,- kr. nóttin. 2.000 kr fyrir auka gest. Húsin rúma 4 gesti. 
Stærra hús 12.900 kr. nóttin og 2.000 fyrir auka gest. Upplýsingar á Info@bruguesthouse eða í síma 659-4005.
 

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).