Fréttatilkynning frá Vegagerðinni:

Nýr Herjólfur siglir 30. mars

- Eimskip annast reksturinn þangað til

26.September'18 | 16:56
20180829_101618

Nýja ferjan, er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk. Mynd/GG

Stefnt er að því að hefja reglulegar siglingar á nýrri  Vestmannaeyjaferju, nýjum Herjólfi frá Landeyjahöfn þann 30. mars á næsta ári. Þangað til mun núverandi Herjólfur sigla milli lands og Eyja.

Nýja ferjan, er í smíðum hjá skipasmíðastöðinni Crist S.A. í Gdansk í Póllandi. Afhending hefur dregist meðal annars vegna breytinga á búnaði skipsins en einnig hafa orðið tafir hjá skipasmíðastöðinni.  Ekki er ljóst á þessu tímapunkti hver nákvæmur afhendingartími verður en á þessari stundu er miðað við að það verði öðruhvoru megin við áramótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Hvorki rekstaraðilum né yfirvöldum hugnast vel að hefja rekstur á nýju og breyttu skipi um háveturinn og því er þessi tími valinn í lok mars. Tíminn frá afhendingu og þar til rekstur hefst verður notaður til prófana á sjólagi skipsins og til þjálfunar á áhöfn, en búnaður skipsins er talsvert breyttur frá gamla Herjólfi.

Nýi Herjólfur hefur búnað sem gerir kleift að knýja skipið alfarið með raforku og er það í fyrsta sinn sem slík tækni er tekin til notkunar hér á landi. Með því móti er leitast við að leggja grunn að umhverfisvænum rekstri á nýju ferjunni og samgöngum við Vestmannaeyjar.

Eimskip rekur núverandi ferju með óbreyttu sniði til 30 mars

Núverandi Herjólfur mun sinna flutningum með sama hætti og verið hefur þar til ný ferja verður tekin í notkun og mun Eimskip reka ferjuna með óbreyttu sniði.

Sjá einnig: Vegagerðin fer þess á leit við Eimskip að fyrirtækið reki núverandi Herjólf út mars

Með nýjum Herjólfi er reiknað með að frátafir í Landeyjahöfn minnki til muna sem mun auðvelda Vestamannaeyingum ferðalög upp á land en ekki síður auka möguleika ferðaþjónustunnar í  Eyjum. Vonir standa til þess að með nýja skipinu lengist ferðamannatímabilið í kjölfar þess að siglingar í Landeyjahöfn verða stöðugri.  Það hefur sýnt sig að ferðamenn ferðast nær eingöngu í gegnum Landeyjahöfn á leið sinni til Vestmannaeyja.  Það er því ljóst að með nýju skipi hefst nýr og áhugaverður kafli í samgöngusögu Vestamannaeyja, segir enn fremur í tilkynningu Vegagerðarinnar.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).