Björgun bauð lægst í dýpkun Landeyjahafnar
26.September'18 | 20:19Í gær voru opnuð tilboð í 900.000 m³ dýpkun Landeyjahafnar, fyrir árin 2019-2021. Áætlaður verktakakostnaður er 817.575.000 kr.
Fyrirtækið Björgun ehf átti hagstæðasta tilboðið og var það rúmlega 75% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Lægstbjóðendur þekkja Landeyjahöfn nokkuð vel. Fyrirtækið sá um dýpkun í og við höfnina fyrstu árin eftir að höfnin komst í gagnið. Síðan tók fyrirtækið Jan De Nul við dýpkun hafnarinnar og hefur mestmegnis notast við dýpkunarskipið Galilei 2000.
Tilboðin hér að neðan miða við gengi Seðlabanka Íslands 25. september 2018:
Bjóðandi | Tilboð kr. | Hlutfall | Frávik þús.kr. |
Rohde Nielsen A/S, Kaupmannahöfn | 1.399.555.040 | 171,2 | 781.578 |
Jan De Nul n.v., Reykjavík | 1.179.364.800 | 144,3 | 561.388 |
Frávikstilboð Jan De Nul n.v., Reykjavík | 922.833.168 | 112,9 | 304.857 |
Björgun ehf., Reykjavík | 617.976.602 | 75,6 | 0 |
Áætlaður verktakakostnaður | 817.575.000 | 100,0 | 199.598 |
Má bjóða þér að auglýsa hér?
15.Janúar'18Hér má auglýsa allt milli himins og jarðar! Sendu línu á auglysingar@eyjar.net og saman finnum við lausn sem hentar þér.

Fréttaskot - Eyjar.net
31.Janúar'18Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Mannlíf og saga - hlaðvarp
2.Mars'21Fylgstu með hlaðvarpinu Mannlíf og saga. Nýr þáttur kemur út á hverjum fimmtudegi og er hlaðvarpið aðgengilegt hér á Eyjar.net og einnig á helstu veitum, svo sem Spotify. Sjá nánar hér...

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð
10.September'18Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.