Vegagerðin fer þess á leit við Eimskip að fyrirtækið reki núverandi Herjólf út mars

25.September'18 | 16:33
IMG_3440

Óvíst er hver muni annast rekstur Herjólfs í upphafi næsta árs. Ljósmynd/TMS

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Eyjar.net hefur Vegagerðin farið þess á leit við Eimskip að fyrirtækið annist rekstur núverandi Herjólfs út mars á næsta ári.

Er þetta m.a gert vegna þess að smíði nýrrar ferju gæti dregist enn frekar og vegna þess að ekki er talið ráðlegt að ný ferja hefji siglingar í verstu vetrarveðrum.

Núgildandi rekstrarsamningur Eimskips gildir fram að næstu áramótum og því gæti Eimskip verið laust allra mála þá. Heimildir Eyjar.net herma einnig að Eimskip sé að skoða málið ásamt starfsmönnum, en helsta fyrirstaðan er sú að erfiðilega gæti reynst fyrir félagið að manna skipið þennan tíma enda hefur verð mikil óvissa hjá starfsmönnum með framhaldið og einhverjir þeirra farnir að skoða aðra möguleika.

Til stendur að funda með starfsmönnum og áhöfn Herjólfs í dag til að fara yfir málið, en líkt og áður hefur komið fram eru ráðningarferli í gangi hjá félagi Vestmannaeyjabæjar - Herjólfi ohf. sem gætu truflað mönnun skipsins í því millibilsástandi sem myndast gæti í byrjun næsta árs, sér í lagi þar sem einhverjir starfsmenn hyggjast hverfa til annara starfa.

Gunnlaugur Grettisson, rekstrarstjóri Herjólfs baðst undan viðtali vegna málsins, þegar eftir því var leitað í dag.

Tags

Herjólfur

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Eyjar.net mælir með Skálakoti

19.Júní'20

Skammt austur af Seljalandsfossi leynist frábær hótelgisting og margvísleg afþreying. Sjón er sögu ríkari. Skálakot - þegar gera á vel við sig.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.