Þyrluflug og bílaumferð á Stórhöfða geta spillt mengunarrannsóknum

25.September'18 | 14:37

Stórhöfði.

Veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir mikilvægt að banna alla þyrluumferð á Stórhöfða nema í algjörum undantekningartilvikum enda svæðið gríðarlega mikilvægt þegar kemur að mengunarrannsóknum í heiminum. Þá þurfi að takmarka alla bílaumferð þar. 

Í frétt Vísis um helgina kom fram að eignarhaldsfélagið Stórhöfði- Vestmannaeyjar standi fyrir endurbyggingu á íbúðarhúsinu við Stórhöfða sem var byggt árið 1906. Þá hefur lendingarpallur verið settur upp á svæðinu þar sem þyrlur hafa lent. Nú er verið að stækka pallinn og lýkur framkvæmdunum eftir nokkrar vikur að sögn Þrastar Johnsen athafnamanns á svæðinu.   

Veðurstofan hefur frá árinu 1990 sinnt efnavöktun á Stórhöfða þar sem gróðurhúsaloftegundir og þrávirk lífræn efni eru mæld.


Undrandi að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða

Árni Sigurðsson veðurfræðingur á Veðurstofunni sér um efnavöktun á vegum hennar. Það kemur honum á óvart að þyrlur fái að lenda á Stórhöfða. Íslendingar hafi skuldbundið sig á alþjóðavísu til að mæla mengun á staðnum.

„Það eru í gangi alþjóðlegir samningar um takmörkun á ýmsum þrávirkum lífrænum efnum og gróðurhúsaloftegundum. Um er að ræða efni eins og DDT, PCB og mörg fleiri. Slík efni eru fituleysanleg og geta borist í lífverur. Veðurstofan hefur frá árinu 1990 séð um að mæla þessi efni á Stórhöfða í Vestmannaeyjum enda um eitt hreinasta svæði í heiminum og því afar eftirsóknarvert að vakta svæðið. Rannsóknir ganga meðal annars út á að kanna hvort að þessi efni fari minnkandi í andrúmslofti. Stórhöfði endurspeglar hvernig ástandið er í Atlandshafi. Þetta svæði ásamt svipuðum stað á Haítí er svo notað í samanburði við aðra staði í heiminum þar sem mengun mælist mun meiri,“ segir Árni.


Vill engar þyrlur og takmarka bílaumferð

Árni segir að helst eigi engin þyrla að lenda á svæðinu.

„Það kemur mengun frá þyrlum sem getur spillt sýnunum sem við söfnum. Það eru þungmálmar bæði í eldsneyti og útblæstri véla sem geta komið fram í sýnum okkar. Það er einnig mikilvægt að takmarka alla bílaumferð á staðnum því þeir geta spillt svæðinu á sama hátt. Það var alltaf lokað með hliði við svæðið en ég veit ekki hvernig það er núna þegar framkvæmdir eru í gangi,“ segir Árni að lokum.

 

Vísir.is greinir frá.

Ég vil gerast félagsmaður í Krabbavörn

17.September'19

Hver félagsmaður skiptir félagið miklu máli. Ef þið hafið áhuga á að gerast félagsmenn þá endilega fyllið út eyðublaðið (smelltu hér). Krabbavörn er góðgerðarfélag sem styður við og styrkir þá félagsmenn sem greinast með krabbamein og eiga lögheimili í Vestmannaeyjum. Ár hvert leita u.þ.b. 10 nýir einstaklingar til félagsins eftir styrkjum og um 25 einstaklingar fá einhverskonar fjárstuðning frá félaginu á hverju ári. Árgjaldið er aðeins kr. 2500,-

Fréttaskot - Eyjar.net

31.Janúar'18

Ertu með athyglisverða ábendingu eða frétt?
Sendu okkur línu á eyjar@eyjar.net - Fyllsta trúnaðar gætt.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is. Söluþóknun aðeins 1,1%

Smáauglýsingar

Hér getur þú með einföldum hætti auglýst það sem þú þarft að koma á framfæri allt frá einum sólarhring uppí einn mánuð. Einfaldur greiðslumáti Þú greiðir fyrir auglýsinguna með kreditkorti. Verð kr. 500,- per sólarhring. Um auglýsinguna Stutt fyrirsögn, hámark 35 tákn. Hnitmiðaður texti, hámark 130 tákn. Mynd á JPG sniði, verður sköluð í 130x100 díla (pixel).