Krefjast þess að ákvörðun VÍS verði endurskoðuð

- VÍS ætlar m.a annars að loka útibúi sínu hér í Vestmannaeyjum um næstu mánaðarmót

24.September'18 | 10:58
vis_st

Skrifstofa VÍS í Vestmannaeyjum lokar að öllu óbreyttu nú um mánaðrmótin. Ljósmynd/TMS

Landssamband íslenskra verzlunarmanna segist harma þá ákvörðun VÍS að loka átta þjónustuskrifstofum tryggingafélagsins á landsbyggðinni. 

Með þessu missi fjöldi einstaklinga vinnu eða þarf að sækja vinnu á milli landsvæða. Þá gerir sambandið athugasemdir við að þessar aðgerðir skuli fyrst og fremst bitna á landsbyggðinni og gerir kröfu um að ákvörðunin verði endurskoðuð.

Sjá einnig: VÍS lokar útibúi sínu í Eyjum

Greint var frá því fyrir helgi að VÍS hygðist loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki. Þannig muni VÍS eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli, Keflavík og hér í Vestmannaeyjum.

Tags

VÍS

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla. 

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is