Fréttir helst sóttar á vefsíður fréttamiðla

- ný könnun MMR sýnir að einungis 4 prósent Íslendinga sækja helst fréttir í dagblöð og 9 prósent af samfélagsmiðlum

22.September'18 | 06:27
spjaldtolva

Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla.

Helmingur landsmanna sækir helst fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar MMR sem framkvæmd var dagana 3. ágúst til 10. ágúst. Þá kváðust 18% helst sækja fréttir í sjónvarp og 9% í útvarp. 

Athygli vekur að einungis 4% kváðust helst sækja fréttir í dagblöð en 9% sækja helst fréttir af samfélagsmiðlum. Þetta sýna niðurstöður könnunar MMR sem framkvæmd var í síðasta mánuði. Í frétt á vef MMR segir að hærra hlutfall karla (58 prósent) en kvenna (50 prósent) segjast helst sækja fréttir af vefsíðum, fréttamiðlum eða öðrum síðum.

Kynslóðamunur var á svörum eftir aldri. Af ungu fólki á aldrinum 18-29 ára kváðust 62% helst sækja fréttir sínar af vefsíðum fréttamiðla. Hlutfalli þeirra sem sækja helst fréttir á vefsíður fréttamiðla fór lækkandi í takt við hækkandi aldur en einungis 15% þeirra 68 ára og eldri kváðust helst sækja fréttir af vefsíðum fréttamiðla. Svarendur elsta aldurshópsins kváðust aftur á móti helst sækja sér fréttir í sjónvarp (43%), útvarp (26%) eða dagblöð (12%).

Þá er ljóst að sjónvarpsmiðlar, útvarp og dagblöð eiga á brattan að sækja hjá ungu fólki en einungis 2% þeirra á aldrinum 18-29 ára kváðust helst sækja sér fréttir í sjónvarp, 1% í útvarp og 1% í dagblöð en 6% kváðust ekki fylgjast með fréttum. Unga fólkið reyndist aftur á móti líklegra en aðrir aldurshópar til að sækja sér fréttir af samfélagsmiðlum en 17% þeirra 18-29 ára kváðust helst sækja sér fréttir í gegnum samfélagsmiðla og 8% þeirra 30-49 ára.

Nánar um könnun MMR.

Tags

MMR

Allt fasteignir - Fasteignasalan Eldey

27.Október'17

Fasteignasalan Eldey Vestmannaeyjum. Sími: 861-8901. Arndís M. Kjartansdóttir löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali. Goðahrauni 1. disa@alltfasteignir.is / www.alltfasteignir.is

Viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála

24.Desember'17

Áhugavert efni - Hér getur þú skoðað viðhorfskönnun til samgangna og bæjarmála í Vestmannaeyjum sem Eyjar.net lét gera í október 2017.

Fáðu nýjustu fréttirnar beint í æð

10.September'18

Með því að fylgja Eyjar.net færðu nýjustu fréttirnar frá Eyjum beint í æð. Smelltu hér til að fara á facebook-síðu Eyjar.net.

Lumar þú á grein?

15.Febrúar'18

Endilega sendu okkur hana á eyjar@eyjar.net. Eyjar.net - fyrir alla.